Sport

Ferrari á eftir Alonso?

Forráðamenn Renaultliðsins í Formúlu 1 kappakstrinum vilja gera langtímasamning við Fernando Alonso til að tryggja að hann semji ekki við aðal keppinaut liðsins, Ferrari. Sögur herma að Ferrariliðið renni hýru auga til Alonso og að kappinn sé hugsanlegur arftaki Michael Schumacher. Samningur Schumachers rennur út árið 2006.   Flavio Briatore, sem stýrir Renault og er að auki umboðsmaður Alonso, segir að Ferrari sé ekki eitt um það að hafa áhuga á að gera samning við piltinn. "Meðan að Michael er hjá Ferrari þá mun Alonso ekki ganga til liðs við það," sagði Briatore. Fernando Alonso hóf keppnistímabilið með miklum látum og er með 10 stiga forystu í keppni ökumanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×