Sport

Tyson mætir McBride

Mike Tyson, fyrrum heimsmeistari í þungavigt í hnefaleikum, er sagður ætla að snúa í hringinn á nýjan leik þann 11. júní næstkomandi í MCI Center í Washington í Bandaríkjunum. Tyson, sem er 38 ára aldri, hefur ekki keppt í hnefaleikum síðan í júlí á síðasta ári þegar hann tapaði gegn Bretanum Danny Williams. Andstæðingur Tyson verður Írinn Kevin McBride en þeir áttu upphaflega að mætast á síðasta ári en Williams hreppti hnossið þegar hann sættist á lægri upphæð en McBride.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×