Sport

Valur vann Þórismótið

Valsmenn höfðu sigur á Þórismótinu í knattspyrnu, sem fram hefur farið í Portúgal undanfarna daga. Þeir sigruðu Íslandsmeistara FH í úrslitaleik, 1-0 með marki Garðars Gunnlaugssonar úr vítaspyrnu. ÍBV tryggði sér þriðja sætið á mótinu með því að leggja Grindvíkinga 2-1. Mótið er orðinn árviss atburður, en nafni þess var breytt í ár og heitir núna Þórismótið til heiðurs Þóri Jónssyni, fyrrum formanns FH, sem lést af slysförum í fyrra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×