Sport

Heiðar skoraði í tapleik

Heiðar Helguson skoraði mark Watford sem tapaði á heimavelli fyrir Leeds í ensku Championshipdeildinni í fótbolta í dag, 2-1. Heiðar lék allan leikinn með Watford en Brynjar Björn Gunnarsson sem einnig var í byrjunaliðinu var tekinn út af á 79. mínútu. Gylfi Einarsson var á varamannabekk Leeds í dag en kom ekki við sögu. Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan leikinn með Leicester sem gerði 1-1 jafntefli við Brighton. Bróðir hans Þórður Guðjónsson sat á varamannabekk Stoke sem tapaði 3-1 fyrir Derby og kom ekkert við sögu og bróðir þeirra Bjarni Guðjónsson var ekki í leikmannahóp Plymouth vegna meiðsla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×