Latur við húsverkin 13. október 2005 19:01 Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins og framherji hjá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea, er maður vikunnar hjá Fréttablaðinu að þessu sinni. Eiður Smári hefur, líkt og svo oft áður, verið í sviðsljósinu þessa vikuna með liði sínu Chelsea. Hann skoraði tvö mörk fyrir liðið í 3-1 sigri á Southampton í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn og sýndi þar mikinn karakter með því að hrista af sér meiðsli aftan á læri, meiðsli sem komu í veg fyrir að hann gæti tekið þátt í landsleikjum Íslands gegn Króatíu og Ítalíu. Eiður Smári var einnig í lykilhlutverki á miðvikudaginn þegar Chelsea bar sigurorð af þýska liðinu Bayern München, 4-2, í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum meistaradeildarinnar. Eiður Smári er án nokkurs vafa langbesti knattspyrnumaður Íslands í dag og það er skoðun fjölmargra að það séu ekki margir framherjar í ensku úrvalsdeildinni sem standa honum fremri í dag. Eiður Smári, sem er 26 ára gamall, á ekki langt að sækja knattspyrnuhæfileikana því faðir hans, Arnór, var frábær knattspyrnumaður og einn sá besti í íslenskri knattspyrnusögu. Það var fljótt ljóst hvert stefndi með Eið Smára því frá því að hann var níu mánaða gamall þá var hann alltaf með boltann á tánum. Eiður Smári bjó fyrstu tólf ár ævi sinnar í Belgíu en þegar hann kom heim fór hann í Snælandsskóla í Kópavogi. Hann var að sögn kunnugra duglegur nemandi, sérstaklega í stærðfræði, en stefndi þó alltaf á atvinnumennsku í fótbolta. Eftir að hann lauk námi í Snælandsskóla vorið 1994, fór hann hálfan vetur í Menntaskólann við Sund en það var þó lítil alvara í því námi. Mætingin var afar slök því að hugurinn var þegar kominn út og strax í byrjun árs 1995 gekk hann til liðs við hollenska liðið PSV. Allt var á uppleið hjá stráknum og hann var farinn að fá tækifæri með aðalliði PSV þegar hann meiddist illa á ökkla í landsleik 7. maí 1996. Eiður Smári barðist lengi við þessi meiðsli og það var ekki fyrr en sumarið 1998 sem hann fékk sig góðan. Þá gekk hann til liðs við KR til að koma sér í form og fékk margar háðsglósurnar fyrir að vera í þyngri kantinum. Hann fékk síðan samning hjá Bolton og eftir að hafa staðið sig frábærlega með liðinu í ensku 1. deildinni var hann keyptur til Chelsea fyrir 400 milljónir króna. Hjá Chelsea hefur Eiður Smári vaxið og dafnað sem leikmaður og er nú stórstjarna sem þénar 200 milljónir á ári. Eiður Smári er fjölskyldumaður, ólíkt mörgum félögum sínum í ensku knattspyrnunni, og hefur verið með sömu konunni, Ragnhildi Sveinsdóttur, frá því að hann var fimmtán ára. Þau eiga saman tvo syni, Svein Aron, sem er sjö ára, og Aron Lucas sem er þriggja ára. Ragnhildur hefur staðið þétt við bakið á Eiði Smára og á ekki hvað síst þátt í velgengni hans á knattspyrnuvellinum. Þau eru að sögn ákaflega samrýmd enda eyða þau stærstum tíma ársins ein úti í London. Eiður Smári er mikill gleðimaður og hefur gaman af því að skemmta sér í góðra vina hópi. Hann þykir hins vegar vera með eindæmum latur við húsverkin og verður seint gripinn í uppvaskinu, við að setja í þvottavélina eða í garðinum. Eiður Smári er viðkvæmur einstaklingur sem tekur nærri sér gagnrýni sem hann á ekki skilið en hefur myndað þykkan skráp gagnvart sögusögnum um einkalíf hans en þær hafa verið nokkrar í gegnum tíðina. Hann hefur hins vegar ætíð svarað fyrir sig á vellinum, nokkuð sem hefur skilað honum í hóp bestu knattspyrnumanna Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins og framherji hjá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea, er maður vikunnar hjá Fréttablaðinu að þessu sinni. Eiður Smári hefur, líkt og svo oft áður, verið í sviðsljósinu þessa vikuna með liði sínu Chelsea. Hann skoraði tvö mörk fyrir liðið í 3-1 sigri á Southampton í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn og sýndi þar mikinn karakter með því að hrista af sér meiðsli aftan á læri, meiðsli sem komu í veg fyrir að hann gæti tekið þátt í landsleikjum Íslands gegn Króatíu og Ítalíu. Eiður Smári var einnig í lykilhlutverki á miðvikudaginn þegar Chelsea bar sigurorð af þýska liðinu Bayern München, 4-2, í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum meistaradeildarinnar. Eiður Smári er án nokkurs vafa langbesti knattspyrnumaður Íslands í dag og það er skoðun fjölmargra að það séu ekki margir framherjar í ensku úrvalsdeildinni sem standa honum fremri í dag. Eiður Smári, sem er 26 ára gamall, á ekki langt að sækja knattspyrnuhæfileikana því faðir hans, Arnór, var frábær knattspyrnumaður og einn sá besti í íslenskri knattspyrnusögu. Það var fljótt ljóst hvert stefndi með Eið Smára því frá því að hann var níu mánaða gamall þá var hann alltaf með boltann á tánum. Eiður Smári bjó fyrstu tólf ár ævi sinnar í Belgíu en þegar hann kom heim fór hann í Snælandsskóla í Kópavogi. Hann var að sögn kunnugra duglegur nemandi, sérstaklega í stærðfræði, en stefndi þó alltaf á atvinnumennsku í fótbolta. Eftir að hann lauk námi í Snælandsskóla vorið 1994, fór hann hálfan vetur í Menntaskólann við Sund en það var þó lítil alvara í því námi. Mætingin var afar slök því að hugurinn var þegar kominn út og strax í byrjun árs 1995 gekk hann til liðs við hollenska liðið PSV. Allt var á uppleið hjá stráknum og hann var farinn að fá tækifæri með aðalliði PSV þegar hann meiddist illa á ökkla í landsleik 7. maí 1996. Eiður Smári barðist lengi við þessi meiðsli og það var ekki fyrr en sumarið 1998 sem hann fékk sig góðan. Þá gekk hann til liðs við KR til að koma sér í form og fékk margar háðsglósurnar fyrir að vera í þyngri kantinum. Hann fékk síðan samning hjá Bolton og eftir að hafa staðið sig frábærlega með liðinu í ensku 1. deildinni var hann keyptur til Chelsea fyrir 400 milljónir króna. Hjá Chelsea hefur Eiður Smári vaxið og dafnað sem leikmaður og er nú stórstjarna sem þénar 200 milljónir á ári. Eiður Smári er fjölskyldumaður, ólíkt mörgum félögum sínum í ensku knattspyrnunni, og hefur verið með sömu konunni, Ragnhildi Sveinsdóttur, frá því að hann var fimmtán ára. Þau eiga saman tvo syni, Svein Aron, sem er sjö ára, og Aron Lucas sem er þriggja ára. Ragnhildur hefur staðið þétt við bakið á Eiði Smára og á ekki hvað síst þátt í velgengni hans á knattspyrnuvellinum. Þau eru að sögn ákaflega samrýmd enda eyða þau stærstum tíma ársins ein úti í London. Eiður Smári er mikill gleðimaður og hefur gaman af því að skemmta sér í góðra vina hópi. Hann þykir hins vegar vera með eindæmum latur við húsverkin og verður seint gripinn í uppvaskinu, við að setja í þvottavélina eða í garðinum. Eiður Smári er viðkvæmur einstaklingur sem tekur nærri sér gagnrýni sem hann á ekki skilið en hefur myndað þykkan skráp gagnvart sögusögnum um einkalíf hans en þær hafa verið nokkrar í gegnum tíðina. Hann hefur hins vegar ætíð svarað fyrir sig á vellinum, nokkuð sem hefur skilað honum í hóp bestu knattspyrnumanna Evrópu.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar