Latur við húsverkin 13. október 2005 19:01 Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins og framherji hjá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea, er maður vikunnar hjá Fréttablaðinu að þessu sinni. Eiður Smári hefur, líkt og svo oft áður, verið í sviðsljósinu þessa vikuna með liði sínu Chelsea. Hann skoraði tvö mörk fyrir liðið í 3-1 sigri á Southampton í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn og sýndi þar mikinn karakter með því að hrista af sér meiðsli aftan á læri, meiðsli sem komu í veg fyrir að hann gæti tekið þátt í landsleikjum Íslands gegn Króatíu og Ítalíu. Eiður Smári var einnig í lykilhlutverki á miðvikudaginn þegar Chelsea bar sigurorð af þýska liðinu Bayern München, 4-2, í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum meistaradeildarinnar. Eiður Smári er án nokkurs vafa langbesti knattspyrnumaður Íslands í dag og það er skoðun fjölmargra að það séu ekki margir framherjar í ensku úrvalsdeildinni sem standa honum fremri í dag. Eiður Smári, sem er 26 ára gamall, á ekki langt að sækja knattspyrnuhæfileikana því faðir hans, Arnór, var frábær knattspyrnumaður og einn sá besti í íslenskri knattspyrnusögu. Það var fljótt ljóst hvert stefndi með Eið Smára því frá því að hann var níu mánaða gamall þá var hann alltaf með boltann á tánum. Eiður Smári bjó fyrstu tólf ár ævi sinnar í Belgíu en þegar hann kom heim fór hann í Snælandsskóla í Kópavogi. Hann var að sögn kunnugra duglegur nemandi, sérstaklega í stærðfræði, en stefndi þó alltaf á atvinnumennsku í fótbolta. Eftir að hann lauk námi í Snælandsskóla vorið 1994, fór hann hálfan vetur í Menntaskólann við Sund en það var þó lítil alvara í því námi. Mætingin var afar slök því að hugurinn var þegar kominn út og strax í byrjun árs 1995 gekk hann til liðs við hollenska liðið PSV. Allt var á uppleið hjá stráknum og hann var farinn að fá tækifæri með aðalliði PSV þegar hann meiddist illa á ökkla í landsleik 7. maí 1996. Eiður Smári barðist lengi við þessi meiðsli og það var ekki fyrr en sumarið 1998 sem hann fékk sig góðan. Þá gekk hann til liðs við KR til að koma sér í form og fékk margar háðsglósurnar fyrir að vera í þyngri kantinum. Hann fékk síðan samning hjá Bolton og eftir að hafa staðið sig frábærlega með liðinu í ensku 1. deildinni var hann keyptur til Chelsea fyrir 400 milljónir króna. Hjá Chelsea hefur Eiður Smári vaxið og dafnað sem leikmaður og er nú stórstjarna sem þénar 200 milljónir á ári. Eiður Smári er fjölskyldumaður, ólíkt mörgum félögum sínum í ensku knattspyrnunni, og hefur verið með sömu konunni, Ragnhildi Sveinsdóttur, frá því að hann var fimmtán ára. Þau eiga saman tvo syni, Svein Aron, sem er sjö ára, og Aron Lucas sem er þriggja ára. Ragnhildur hefur staðið þétt við bakið á Eiði Smára og á ekki hvað síst þátt í velgengni hans á knattspyrnuvellinum. Þau eru að sögn ákaflega samrýmd enda eyða þau stærstum tíma ársins ein úti í London. Eiður Smári er mikill gleðimaður og hefur gaman af því að skemmta sér í góðra vina hópi. Hann þykir hins vegar vera með eindæmum latur við húsverkin og verður seint gripinn í uppvaskinu, við að setja í þvottavélina eða í garðinum. Eiður Smári er viðkvæmur einstaklingur sem tekur nærri sér gagnrýni sem hann á ekki skilið en hefur myndað þykkan skráp gagnvart sögusögnum um einkalíf hans en þær hafa verið nokkrar í gegnum tíðina. Hann hefur hins vegar ætíð svarað fyrir sig á vellinum, nokkuð sem hefur skilað honum í hóp bestu knattspyrnumanna Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins og framherji hjá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea, er maður vikunnar hjá Fréttablaðinu að þessu sinni. Eiður Smári hefur, líkt og svo oft áður, verið í sviðsljósinu þessa vikuna með liði sínu Chelsea. Hann skoraði tvö mörk fyrir liðið í 3-1 sigri á Southampton í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn og sýndi þar mikinn karakter með því að hrista af sér meiðsli aftan á læri, meiðsli sem komu í veg fyrir að hann gæti tekið þátt í landsleikjum Íslands gegn Króatíu og Ítalíu. Eiður Smári var einnig í lykilhlutverki á miðvikudaginn þegar Chelsea bar sigurorð af þýska liðinu Bayern München, 4-2, í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum meistaradeildarinnar. Eiður Smári er án nokkurs vafa langbesti knattspyrnumaður Íslands í dag og það er skoðun fjölmargra að það séu ekki margir framherjar í ensku úrvalsdeildinni sem standa honum fremri í dag. Eiður Smári, sem er 26 ára gamall, á ekki langt að sækja knattspyrnuhæfileikana því faðir hans, Arnór, var frábær knattspyrnumaður og einn sá besti í íslenskri knattspyrnusögu. Það var fljótt ljóst hvert stefndi með Eið Smára því frá því að hann var níu mánaða gamall þá var hann alltaf með boltann á tánum. Eiður Smári bjó fyrstu tólf ár ævi sinnar í Belgíu en þegar hann kom heim fór hann í Snælandsskóla í Kópavogi. Hann var að sögn kunnugra duglegur nemandi, sérstaklega í stærðfræði, en stefndi þó alltaf á atvinnumennsku í fótbolta. Eftir að hann lauk námi í Snælandsskóla vorið 1994, fór hann hálfan vetur í Menntaskólann við Sund en það var þó lítil alvara í því námi. Mætingin var afar slök því að hugurinn var þegar kominn út og strax í byrjun árs 1995 gekk hann til liðs við hollenska liðið PSV. Allt var á uppleið hjá stráknum og hann var farinn að fá tækifæri með aðalliði PSV þegar hann meiddist illa á ökkla í landsleik 7. maí 1996. Eiður Smári barðist lengi við þessi meiðsli og það var ekki fyrr en sumarið 1998 sem hann fékk sig góðan. Þá gekk hann til liðs við KR til að koma sér í form og fékk margar háðsglósurnar fyrir að vera í þyngri kantinum. Hann fékk síðan samning hjá Bolton og eftir að hafa staðið sig frábærlega með liðinu í ensku 1. deildinni var hann keyptur til Chelsea fyrir 400 milljónir króna. Hjá Chelsea hefur Eiður Smári vaxið og dafnað sem leikmaður og er nú stórstjarna sem þénar 200 milljónir á ári. Eiður Smári er fjölskyldumaður, ólíkt mörgum félögum sínum í ensku knattspyrnunni, og hefur verið með sömu konunni, Ragnhildi Sveinsdóttur, frá því að hann var fimmtán ára. Þau eiga saman tvo syni, Svein Aron, sem er sjö ára, og Aron Lucas sem er þriggja ára. Ragnhildur hefur staðið þétt við bakið á Eiði Smára og á ekki hvað síst þátt í velgengni hans á knattspyrnuvellinum. Þau eru að sögn ákaflega samrýmd enda eyða þau stærstum tíma ársins ein úti í London. Eiður Smári er mikill gleðimaður og hefur gaman af því að skemmta sér í góðra vina hópi. Hann þykir hins vegar vera með eindæmum latur við húsverkin og verður seint gripinn í uppvaskinu, við að setja í þvottavélina eða í garðinum. Eiður Smári er viðkvæmur einstaklingur sem tekur nærri sér gagnrýni sem hann á ekki skilið en hefur myndað þykkan skráp gagnvart sögusögnum um einkalíf hans en þær hafa verið nokkrar í gegnum tíðina. Hann hefur hins vegar ætíð svarað fyrir sig á vellinum, nokkuð sem hefur skilað honum í hóp bestu knattspyrnumanna Evrópu.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun