Sport

Skuldir Stoke lækkuðu mikið

Íslendingaliðið Stoke City tapaði um 66 milljónum króna leiktíðina 2003 til 2004 eftir því sem fram kemur í skýrslu stjórnarformannsins, Gunnars Þórs Gíslasonar, á heimasíðu félagsins í dag. Skuldir Stoke lækkuðu hins vegar um 133 milljónir króna á milli ára og segir Gunnar Þór að þetta sé besta rekstrarárið síðan Íslendingarnir tóku yfir félagið fyrir rúmum fimm árum. Helstu ástæðu þessa segir Gunnar Þór vera lækkun launakostnaðar hjá félaginu um 66 milljónir króna á milli rekstrarára. Kostnaður Íslendingaliðsins við knattspyrnuakademíu Stoke, fyrir unga og efnilega knattspyrnumenn, var um 70 milljónir króna og veltir Gunnar Þór því upp í skýrslu sinni hvort það sé þess virði fyrir félagið að reka hana áfram því önnur félög hirði efnilegstu leikmenn félagsins án þess að Stoke fá nokkuð fyrir sinn snúð. Gunnar Þór segir það markmið félagsins að komast upp í úrvalsdeildina en Stoke er sem stendur í 11. sæti 1. deildar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×