Sport

Ólöf hefur lokið keppni í dag

Ólöf María Jónsdóttir lauk keppni á öðrum keppnisdegi á Tenerife-mótinu í golfi, sem er liður í Evrópumótaröðinni. Ólöf lék á tveimur höggum undir pari í dag og er því á 2 höggum yfir pari samanlagt og ku eiga góða möguleika á að komast í gegn um niðurskurðinn, en keppni dagsins er enn ólokið. Ólöf átti erfitt uppdráttar í byrjun móts, en hefur vaxið ásmegin eftir að líða tók á keppnina og lék á 70 höggum í dag, eftir að hafa leikið á 76 höggum í gær. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta, sem fylgist grannt með mótinu á Spáni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×