Sport

Ólöf vaxandi í Tenerife

Ólöf María Jónsdóttir úr GK er að leika á tveimur höggum yfir pari í Tenerife-mótinu á Evrópsku mótaröðinni sem stendur sem hæst á Kanaríeyjum. Ólöf hefur leikið fjórtán holur á öðrum degi mótsins og sem stendur á hún ágæta möguleika á að komast í gegn um niðurskurðinn á mótinu, en það var takmark hennar í ferðinni. Eftir að hafa verið lengi í gang og leikið á fjórum yfir pari á fyrsta deginum, hefur hún í dag verið að leika á tveimur undir og er greinilega öll að finna sig. Þetta kemur fram á heimasíðu Víkurfrétta, þar sem grannt er fylgst með gangi mála á mótinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×