Sport

Forseti Valencia skoðar Baros

Juan Soler, forseti spænska knattspyrnuliðsins Valencia, sagði í samtali við útvarpsstöð þar í landi að hann væri í samningaviðræðum við tékkneska framherjann Milan Baros hjá Liverpool. "Hann er einn af þeim leikmönnum sem við erum með í sigtinu og við höfum verið í viðræðum við hann," sagði Soler. Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, sem áður stýrði liði Valencia, er sagður vera að vinna í stórum leikmannaskiptum milli félaganna. Talið er að hann sé á höttunum eftir annað hvort Pablo Aimar eða Ruben Baraja hjá Valencia og Milan Baros gæti orðið partur af þeim skiptum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×