Dýrkeyptar ráðningar 6. apríl 2005 00:01 Ingi Rúnar Eðvarðsson skrifar um mannaráðningar. Það hefur tíðkast lengi í íslensku atvinnulífi að ráða í störf eftir vináttu, ætterni og stjórnmálaskoðunum. Það er ein birtingarmynd kunningjasamfélagsins. Að undanförnu hafa ráðningar stjórnenda hjá Ríkisútvarpinu, öðrum ríkisstofnunum og skipan Hæstaréttardómara verið harðlega gagnrýndar. Slíkar ráðningar ganga gegn hugmyndum almennings um jafnræði umsækjenda og að hæfileikar og reynsla þeirra fái notið sín. Ráðningarmál hafa verið einn af hornsteinum mannauðsstjórnunar. Mannauðsstjórnun hefur verið mjög að ryðja sér til rúms í rekstri fyrirtækja á síðari árum. Mannauðsstjórnun felur í sér stjórnun mannauðs. Markmið hennar er að efla frumkvæði og afköst starfsfólks og auka starfsánægju þess til að auka skilvirkni og gæði fyrirtækja og stofnana. Mikil áhersla hefur verið lögð á það innan mannauðsstjórnunar að ráðningarferlið sé faglega unnið. Það felur í sér að starfið sé metið í starfsgreiningu, starflýsing sé gerð, starfið sé auglýst til að fá marga umsækjendur og að þeir séu metnir eftir ólíkum leiðum. Þar má nefna stöðluð ráðningarviðtöl, persónuleikapróf, fyrri reynsla sé metin o.fl. Ávinningur af slíku ferli er margvíslegur, svo sem: Miklar líkur eru á að vel hæfur einstaklingur verði ráðinn í samræmi við þá starfslýsingu sem fyrir liggur. Það getur aukið framleiðni og fagleg gæði á vinnustað. Þegar vel er staðið að ráðningarferli er mögulegt að starfsfólk sem er ráðið verði lengur en ella í starfi - starfsmannavelta minnkar að sama skapi. Starfsánægja getur aukist á vinnustað þegar starfsfólk finnur að dugnaður, hæfileiki og metnaður er metinn að verðleikum. Erlendis hafa fræðimenn reynt að meta kostnað af ráðningum og þá einkanlega mistaka vegna ráðninga. Gylfi Dalmann, lektor við Háskóla Íslands, bendir á það í grein í Viðskiptablaðinu árið 2000 að ýmsar rannsóknir benda til þess að áætla megi að kostnaður vegna starfsmannaveltu t.d. vegna mistaka í ráðningum kosti fyrirtæki á bilinu 30%-100% af árslaunum viðkomandi starfsmanns. Kostnaður þessi er einkum fólginn í minnkandi framleiðni, tíma sem fer í að leita að nýjum umsækjendum og þjálfunarkostnaður. Hann bendir á breska rannsókn sem sýni að meðalstarfsmannavelta er u.þ.b. 15% á ári og ef við gefum okkur að 5% af starfsmannaveltunni sé vegna mistaka við nýráðningar þýðir það að í 1000 manna fyrirtæki þarf að ráða 50 starfsmenn vegna þessa. Ef við gefum okkur þá forsendu að kostnaðurinn sé 30-100% af árslaunum og samkvæmt launakönnum VR 2004 eru meðalheildarlaun 273.000 kr. á mánuði eða 3.276.000 kr. á ári. Samkvæmt þessu getur kostnaðurinn numið 982.800-3.276.000 kr. á hverja ráðningu eða í okkar dæmi í 1000 manna fyrirtæki 49-164 milljónir króna. Þessar tölur endurspegla mikilvægi þess að vanda vel val á starfsfólki ef fyrirtæki ætla að ná árangri. Það form sem enn tíðkast víða á Íslandi og einkanlega við ráðningu stjórnenda ríkisstofnana hefur margvíslega annmarka. Þeir helstu eru að ekki er tryggt að ráðið sé eftir faglegri hæfni. Það getur dregið úr framleiðni, faglegum gæðum. Líklegt er að starfsmannavelta aukist í kjölfarið, einnig að starfsánægja dvíni. Þegar mið er tekið af öllum þessum þáttum er líklegt að trúverðugleiki og álit ríkisstofnana geti minnkað. Það getur verið alvarlegt í lýðræðisþjóðfélagi ef svo færi að almenningur missir tiltrú á mikilvægar stofnanir eins og fjölmiðla og dómstóla. Það má ljóst vera að ráðningar í anda mannauðsstjórnunar eru líklegar til að skila fyrirtækjum, ríkisvaldi og almenningi miklum ávinningi. Því hvet ég forystumenn í atvinnulífi og stjórnmálamenn að beita sér fyrir því að ráðningarmálum verði hagað með faglegum hætti á komandi árum. Allir stjórnmálaflokkar ættu að hugleiða þessi mál þegar kemur að ráðningu í mikilvæg opinber embætti. Ríkistjórnarflokkarnir hafa þá sérstöðu að geta hrundið þessu framfaramáli í framkvæmd þegar í stað. Höfundur er prófessor í stjórnun við viðskiptadeild Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Ingi Rúnar Eðvarðsson skrifar um mannaráðningar. Það hefur tíðkast lengi í íslensku atvinnulífi að ráða í störf eftir vináttu, ætterni og stjórnmálaskoðunum. Það er ein birtingarmynd kunningjasamfélagsins. Að undanförnu hafa ráðningar stjórnenda hjá Ríkisútvarpinu, öðrum ríkisstofnunum og skipan Hæstaréttardómara verið harðlega gagnrýndar. Slíkar ráðningar ganga gegn hugmyndum almennings um jafnræði umsækjenda og að hæfileikar og reynsla þeirra fái notið sín. Ráðningarmál hafa verið einn af hornsteinum mannauðsstjórnunar. Mannauðsstjórnun hefur verið mjög að ryðja sér til rúms í rekstri fyrirtækja á síðari árum. Mannauðsstjórnun felur í sér stjórnun mannauðs. Markmið hennar er að efla frumkvæði og afköst starfsfólks og auka starfsánægju þess til að auka skilvirkni og gæði fyrirtækja og stofnana. Mikil áhersla hefur verið lögð á það innan mannauðsstjórnunar að ráðningarferlið sé faglega unnið. Það felur í sér að starfið sé metið í starfsgreiningu, starflýsing sé gerð, starfið sé auglýst til að fá marga umsækjendur og að þeir séu metnir eftir ólíkum leiðum. Þar má nefna stöðluð ráðningarviðtöl, persónuleikapróf, fyrri reynsla sé metin o.fl. Ávinningur af slíku ferli er margvíslegur, svo sem: Miklar líkur eru á að vel hæfur einstaklingur verði ráðinn í samræmi við þá starfslýsingu sem fyrir liggur. Það getur aukið framleiðni og fagleg gæði á vinnustað. Þegar vel er staðið að ráðningarferli er mögulegt að starfsfólk sem er ráðið verði lengur en ella í starfi - starfsmannavelta minnkar að sama skapi. Starfsánægja getur aukist á vinnustað þegar starfsfólk finnur að dugnaður, hæfileiki og metnaður er metinn að verðleikum. Erlendis hafa fræðimenn reynt að meta kostnað af ráðningum og þá einkanlega mistaka vegna ráðninga. Gylfi Dalmann, lektor við Háskóla Íslands, bendir á það í grein í Viðskiptablaðinu árið 2000 að ýmsar rannsóknir benda til þess að áætla megi að kostnaður vegna starfsmannaveltu t.d. vegna mistaka í ráðningum kosti fyrirtæki á bilinu 30%-100% af árslaunum viðkomandi starfsmanns. Kostnaður þessi er einkum fólginn í minnkandi framleiðni, tíma sem fer í að leita að nýjum umsækjendum og þjálfunarkostnaður. Hann bendir á breska rannsókn sem sýni að meðalstarfsmannavelta er u.þ.b. 15% á ári og ef við gefum okkur að 5% af starfsmannaveltunni sé vegna mistaka við nýráðningar þýðir það að í 1000 manna fyrirtæki þarf að ráða 50 starfsmenn vegna þessa. Ef við gefum okkur þá forsendu að kostnaðurinn sé 30-100% af árslaunum og samkvæmt launakönnum VR 2004 eru meðalheildarlaun 273.000 kr. á mánuði eða 3.276.000 kr. á ári. Samkvæmt þessu getur kostnaðurinn numið 982.800-3.276.000 kr. á hverja ráðningu eða í okkar dæmi í 1000 manna fyrirtæki 49-164 milljónir króna. Þessar tölur endurspegla mikilvægi þess að vanda vel val á starfsfólki ef fyrirtæki ætla að ná árangri. Það form sem enn tíðkast víða á Íslandi og einkanlega við ráðningu stjórnenda ríkisstofnana hefur margvíslega annmarka. Þeir helstu eru að ekki er tryggt að ráðið sé eftir faglegri hæfni. Það getur dregið úr framleiðni, faglegum gæðum. Líklegt er að starfsmannavelta aukist í kjölfarið, einnig að starfsánægja dvíni. Þegar mið er tekið af öllum þessum þáttum er líklegt að trúverðugleiki og álit ríkisstofnana geti minnkað. Það getur verið alvarlegt í lýðræðisþjóðfélagi ef svo færi að almenningur missir tiltrú á mikilvægar stofnanir eins og fjölmiðla og dómstóla. Það má ljóst vera að ráðningar í anda mannauðsstjórnunar eru líklegar til að skila fyrirtækjum, ríkisvaldi og almenningi miklum ávinningi. Því hvet ég forystumenn í atvinnulífi og stjórnmálamenn að beita sér fyrir því að ráðningarmálum verði hagað með faglegum hætti á komandi árum. Allir stjórnmálaflokkar ættu að hugleiða þessi mál þegar kemur að ráðningu í mikilvæg opinber embætti. Ríkistjórnarflokkarnir hafa þá sérstöðu að geta hrundið þessu framfaramáli í framkvæmd þegar í stað. Höfundur er prófessor í stjórnun við viðskiptadeild Háskólans á Akureyri.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun