Dýrkeyptar ráðningar 6. apríl 2005 00:01 Ingi Rúnar Eðvarðsson skrifar um mannaráðningar. Það hefur tíðkast lengi í íslensku atvinnulífi að ráða í störf eftir vináttu, ætterni og stjórnmálaskoðunum. Það er ein birtingarmynd kunningjasamfélagsins. Að undanförnu hafa ráðningar stjórnenda hjá Ríkisútvarpinu, öðrum ríkisstofnunum og skipan Hæstaréttardómara verið harðlega gagnrýndar. Slíkar ráðningar ganga gegn hugmyndum almennings um jafnræði umsækjenda og að hæfileikar og reynsla þeirra fái notið sín. Ráðningarmál hafa verið einn af hornsteinum mannauðsstjórnunar. Mannauðsstjórnun hefur verið mjög að ryðja sér til rúms í rekstri fyrirtækja á síðari árum. Mannauðsstjórnun felur í sér stjórnun mannauðs. Markmið hennar er að efla frumkvæði og afköst starfsfólks og auka starfsánægju þess til að auka skilvirkni og gæði fyrirtækja og stofnana. Mikil áhersla hefur verið lögð á það innan mannauðsstjórnunar að ráðningarferlið sé faglega unnið. Það felur í sér að starfið sé metið í starfsgreiningu, starflýsing sé gerð, starfið sé auglýst til að fá marga umsækjendur og að þeir séu metnir eftir ólíkum leiðum. Þar má nefna stöðluð ráðningarviðtöl, persónuleikapróf, fyrri reynsla sé metin o.fl. Ávinningur af slíku ferli er margvíslegur, svo sem: Miklar líkur eru á að vel hæfur einstaklingur verði ráðinn í samræmi við þá starfslýsingu sem fyrir liggur. Það getur aukið framleiðni og fagleg gæði á vinnustað. Þegar vel er staðið að ráðningarferli er mögulegt að starfsfólk sem er ráðið verði lengur en ella í starfi - starfsmannavelta minnkar að sama skapi. Starfsánægja getur aukist á vinnustað þegar starfsfólk finnur að dugnaður, hæfileiki og metnaður er metinn að verðleikum. Erlendis hafa fræðimenn reynt að meta kostnað af ráðningum og þá einkanlega mistaka vegna ráðninga. Gylfi Dalmann, lektor við Háskóla Íslands, bendir á það í grein í Viðskiptablaðinu árið 2000 að ýmsar rannsóknir benda til þess að áætla megi að kostnaður vegna starfsmannaveltu t.d. vegna mistaka í ráðningum kosti fyrirtæki á bilinu 30%-100% af árslaunum viðkomandi starfsmanns. Kostnaður þessi er einkum fólginn í minnkandi framleiðni, tíma sem fer í að leita að nýjum umsækjendum og þjálfunarkostnaður. Hann bendir á breska rannsókn sem sýni að meðalstarfsmannavelta er u.þ.b. 15% á ári og ef við gefum okkur að 5% af starfsmannaveltunni sé vegna mistaka við nýráðningar þýðir það að í 1000 manna fyrirtæki þarf að ráða 50 starfsmenn vegna þessa. Ef við gefum okkur þá forsendu að kostnaðurinn sé 30-100% af árslaunum og samkvæmt launakönnum VR 2004 eru meðalheildarlaun 273.000 kr. á mánuði eða 3.276.000 kr. á ári. Samkvæmt þessu getur kostnaðurinn numið 982.800-3.276.000 kr. á hverja ráðningu eða í okkar dæmi í 1000 manna fyrirtæki 49-164 milljónir króna. Þessar tölur endurspegla mikilvægi þess að vanda vel val á starfsfólki ef fyrirtæki ætla að ná árangri. Það form sem enn tíðkast víða á Íslandi og einkanlega við ráðningu stjórnenda ríkisstofnana hefur margvíslega annmarka. Þeir helstu eru að ekki er tryggt að ráðið sé eftir faglegri hæfni. Það getur dregið úr framleiðni, faglegum gæðum. Líklegt er að starfsmannavelta aukist í kjölfarið, einnig að starfsánægja dvíni. Þegar mið er tekið af öllum þessum þáttum er líklegt að trúverðugleiki og álit ríkisstofnana geti minnkað. Það getur verið alvarlegt í lýðræðisþjóðfélagi ef svo færi að almenningur missir tiltrú á mikilvægar stofnanir eins og fjölmiðla og dómstóla. Það má ljóst vera að ráðningar í anda mannauðsstjórnunar eru líklegar til að skila fyrirtækjum, ríkisvaldi og almenningi miklum ávinningi. Því hvet ég forystumenn í atvinnulífi og stjórnmálamenn að beita sér fyrir því að ráðningarmálum verði hagað með faglegum hætti á komandi árum. Allir stjórnmálaflokkar ættu að hugleiða þessi mál þegar kemur að ráðningu í mikilvæg opinber embætti. Ríkistjórnarflokkarnir hafa þá sérstöðu að geta hrundið þessu framfaramáli í framkvæmd þegar í stað. Höfundur er prófessor í stjórnun við viðskiptadeild Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Einelti og heilsufar barna Teitur Guðmundsson Fastir pennar Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Skoðun Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Ingi Rúnar Eðvarðsson skrifar um mannaráðningar. Það hefur tíðkast lengi í íslensku atvinnulífi að ráða í störf eftir vináttu, ætterni og stjórnmálaskoðunum. Það er ein birtingarmynd kunningjasamfélagsins. Að undanförnu hafa ráðningar stjórnenda hjá Ríkisútvarpinu, öðrum ríkisstofnunum og skipan Hæstaréttardómara verið harðlega gagnrýndar. Slíkar ráðningar ganga gegn hugmyndum almennings um jafnræði umsækjenda og að hæfileikar og reynsla þeirra fái notið sín. Ráðningarmál hafa verið einn af hornsteinum mannauðsstjórnunar. Mannauðsstjórnun hefur verið mjög að ryðja sér til rúms í rekstri fyrirtækja á síðari árum. Mannauðsstjórnun felur í sér stjórnun mannauðs. Markmið hennar er að efla frumkvæði og afköst starfsfólks og auka starfsánægju þess til að auka skilvirkni og gæði fyrirtækja og stofnana. Mikil áhersla hefur verið lögð á það innan mannauðsstjórnunar að ráðningarferlið sé faglega unnið. Það felur í sér að starfið sé metið í starfsgreiningu, starflýsing sé gerð, starfið sé auglýst til að fá marga umsækjendur og að þeir séu metnir eftir ólíkum leiðum. Þar má nefna stöðluð ráðningarviðtöl, persónuleikapróf, fyrri reynsla sé metin o.fl. Ávinningur af slíku ferli er margvíslegur, svo sem: Miklar líkur eru á að vel hæfur einstaklingur verði ráðinn í samræmi við þá starfslýsingu sem fyrir liggur. Það getur aukið framleiðni og fagleg gæði á vinnustað. Þegar vel er staðið að ráðningarferli er mögulegt að starfsfólk sem er ráðið verði lengur en ella í starfi - starfsmannavelta minnkar að sama skapi. Starfsánægja getur aukist á vinnustað þegar starfsfólk finnur að dugnaður, hæfileiki og metnaður er metinn að verðleikum. Erlendis hafa fræðimenn reynt að meta kostnað af ráðningum og þá einkanlega mistaka vegna ráðninga. Gylfi Dalmann, lektor við Háskóla Íslands, bendir á það í grein í Viðskiptablaðinu árið 2000 að ýmsar rannsóknir benda til þess að áætla megi að kostnaður vegna starfsmannaveltu t.d. vegna mistaka í ráðningum kosti fyrirtæki á bilinu 30%-100% af árslaunum viðkomandi starfsmanns. Kostnaður þessi er einkum fólginn í minnkandi framleiðni, tíma sem fer í að leita að nýjum umsækjendum og þjálfunarkostnaður. Hann bendir á breska rannsókn sem sýni að meðalstarfsmannavelta er u.þ.b. 15% á ári og ef við gefum okkur að 5% af starfsmannaveltunni sé vegna mistaka við nýráðningar þýðir það að í 1000 manna fyrirtæki þarf að ráða 50 starfsmenn vegna þessa. Ef við gefum okkur þá forsendu að kostnaðurinn sé 30-100% af árslaunum og samkvæmt launakönnum VR 2004 eru meðalheildarlaun 273.000 kr. á mánuði eða 3.276.000 kr. á ári. Samkvæmt þessu getur kostnaðurinn numið 982.800-3.276.000 kr. á hverja ráðningu eða í okkar dæmi í 1000 manna fyrirtæki 49-164 milljónir króna. Þessar tölur endurspegla mikilvægi þess að vanda vel val á starfsfólki ef fyrirtæki ætla að ná árangri. Það form sem enn tíðkast víða á Íslandi og einkanlega við ráðningu stjórnenda ríkisstofnana hefur margvíslega annmarka. Þeir helstu eru að ekki er tryggt að ráðið sé eftir faglegri hæfni. Það getur dregið úr framleiðni, faglegum gæðum. Líklegt er að starfsmannavelta aukist í kjölfarið, einnig að starfsánægja dvíni. Þegar mið er tekið af öllum þessum þáttum er líklegt að trúverðugleiki og álit ríkisstofnana geti minnkað. Það getur verið alvarlegt í lýðræðisþjóðfélagi ef svo færi að almenningur missir tiltrú á mikilvægar stofnanir eins og fjölmiðla og dómstóla. Það má ljóst vera að ráðningar í anda mannauðsstjórnunar eru líklegar til að skila fyrirtækjum, ríkisvaldi og almenningi miklum ávinningi. Því hvet ég forystumenn í atvinnulífi og stjórnmálamenn að beita sér fyrir því að ráðningarmálum verði hagað með faglegum hætti á komandi árum. Allir stjórnmálaflokkar ættu að hugleiða þessi mál þegar kemur að ráðningu í mikilvæg opinber embætti. Ríkistjórnarflokkarnir hafa þá sérstöðu að geta hrundið þessu framfaramáli í framkvæmd þegar í stað. Höfundur er prófessor í stjórnun við viðskiptadeild Háskólans á Akureyri.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar