Sport

Veður hamlar keppni á BellSouth

Vegna veðurs hafa kylfingar enn ekki hafið leik á BellSouth Classic mótinu í golfi á Sugarloaf-vellinum í Duluth í Georgíufylki. Mótshaldarar standa frammi fyrir miklum vanda því Masters-mótið hefst á fimmtudag og ef BellSouth-mótinu lýkur ekki fyrr en á mánudag þá fá kylfingar eins og Phil Mickelson litla hvíld fyrir Masters-mótið. Mickelson er sá eini af fjóru sterkustu kylfingum heims sem keppir á BellSouth-mótinu, Tiger Woods, Ernie Els og Vijay Singh ákváðu að nota tímann til þess að hlaða rafgeymana fyrir Masters-mótið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×