Sport

Jol vil ekki Becks

Martin Jol, framkvæmdastjóri Tottenham, þaggaði í dag niður í þeim orðrómi að David Beckham sé á leið til félagsins. Landsliðsfyrirliðinn er talinn vera á leið frá Real Madrid eftir að hafa kvartað sáran undan spænskum fjölmiðlum sem hafa gerst ágengir við fjölskyldu hans. Aðspurður vildi stjórnarformaður Tottenham, Daniel Levy, ekki neita orðrómnum en nú hefur Jol hins vegar gert það og sagt að Tottenham séu ekki á eftir Becks. "Ég held ekki," sagði Jol í blaðaviðtali í dag. "Þetta eru bara vangaveltur, við eigum nokkra sterka leikmenn í þessa stöðu."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×