Sport

Fjölmargir HM-leikir í gær

Fjölmargir leikir fóru fram í undankeppni HM í gær. Helstu úrslit urðu þau að Englendingar unnu Aserbaídsjan 2-0 með mörkum frá Steven Gerrard og David Beckham. Nánar var fjallað um leikinn á Vísi í gær , sjá https://www.visir.is/?PageID=91&NewsID=36140 Moldavía og Noregur gerðu markalaust jafntefli í rimmu sinni í gær, Ísrael og Frakkland gerðu 1-1 jafntefli, Úkraína vann Danmörk 1-0 og Holland vann Armeníu 2-0. Í áttunda riðli þar sem við Íslendingar erum voru tveir leikir í gær. Króatía vann Möltu 3-0 og Ungverjaland og Búlgaría gerðu 1-1 jafntefli. Næsti leikur Íslands í riðlinum er 4. júní á Laugardalsvelli gegn Ungverjum. Í undankeppni HM í Suður-Ameríkuriðlinum voru fjórir leikir í gær. Argentína vann Kólumbíu 1-0 með marki frá Hernan Crespo. Paragvæ vann Chile 2-1, Perú og Ekvador gerðu 2-2 jafntefli og Úrúgvæ og Brasilía gerðu 1-1 jafntefli þar sem Diego Forlan skoraði fyrir Úrúgvæ en Emerson jafnaði fyrir Brasilíu um miðjan seinni hálfleik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×