Sport

Hollendingar sigruðu Armenna

Hollendingar sigruðu Armenna í 1. riðli undankeppni heimsmeistaramótsins í kvöld með tveimur mörkum gegn engu. Romeo Castelen kom þeim yfir strax á þriðju mínútu og Ruud van Nistelrooy bætti öðru við á 35. mínútu. Spennan er mikil í fyrsta riðlinum en þar eru nú Hollendingar efstir með 16 stig, Tékkar hafa 15 og Rúmennar, sem í kvöld sigruðu Makedóníu 1-2, hafa 13 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×