Sport

Tékkar lögðu Andorra

Tékkar lögðu Andorra auðveldlega að velli 1. riðli undakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Marek Jankulovski kom Tékkum yfir eftir hálftíma leik með marki úr vítaspyrnu og Milan Baros bætti öðru marki við fimm mínútum fyrir leikhlé. Vratislav Lokvenc kom Tékkum í þrjú núll fljótlega eftir hlé áður en Tomas Rosicky gerði fjórða og síðasta markið úr vítaspyrnu á loka mínútunni. Eftir sigurinn eru Tékkar komnir á topp 1. riðils með 15 stig, en Hollendingar, sem núna eru að spila gegn Armennum, hafa 12 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×