Innlent

Stór björg féllu á vinnuvél

Betur fór en á horfðist þegar stór björg féllu á vinnuvél sem unnið var á í Óshlíð við Bolungarvík í gær. Sigurgeir Jóhannsson, ökumaður vélarinnar, marðist og skrámaðist þegar björgin féllu á vélina og hann segir í samtali við fréttavef Bæjarins besta að björgin hafi skollið sem byssukúlur á vélinni og í kringum hana. Segir Sigurgeir að fyrsta bjargið hafi fallið á hjólabúnað vélarinnar og að í kjölfarið hafi stærri björg skollið við hlið hennar og framan við hana. Sigurgeir marðist nokkuð á fótum þegar bjarg féll framan við stýrishúsið og lagði niður stjórnbúnað vélarinnar. Vélin er mikið skemmd eftir óhappið.
MYND/Bæjarins besta



Fleiri fréttir

Sjá meira


×