Þrengjum að stjórnmálaflokkunum 29. mars 2005 00:01 Sæll Egill, Ég er eins og margir íslendingar óánægður með hvernig unnið hefur verið úr niðurstöðum kosninga hér á landi. Aftur og aftur hefur það gerst að kjósendum hefur fundist úrslit kosninga lítið hafa að segja varðandi hverskonar ríkisstjórnarsamstarf hefur tekið við. Tilfinningin sem margir hafa er að atkvæðin í raun skipti litlu sem engu máli því margoft hefur það gerst að samsetning nýrrar ríkisstjórnar endurspeglar alls ekki úrslit kosninga eða virðist taka neitt mið af þeim skilaboðum sem flestir telja að kjósendur hafi verið að senda. Þetta er staða sem allir Íslendingar þekkja og búið er að ræða um í áratugi hér á landi. Svo virðist sem heildarþingstyrkur sé það eina sem skipti máli við myndun nýrra ríkisstjórna og stjórnmálamenn hafi fullt vald til að semja sín á milli um ríkisstjórnarsamstarf á hvern þann hátt sem þeim sjálfum hentar hverju sinni. Nú á að endurskoða stjórnarskránna og mér hefur virst sem lítil sem engin umræða hafi farið fram um breytingar sem snúa að stjórnmálamönnunum sjálfum eða hvort/hvernig eigi að takmarka það vald sem stjórnmálamenn eða flokkar hafa til að spila úr niðurstöðum kosninga. MIg langar því að velta upp einni spurningu og kannski ýta því að þér að þú takir það upp hjá þér að ræða þetta mál í þætti þínum. Væri ekki athugandi að þrengja frelsi stjórnmálaflokka varðandi myndun ríkisstjórna með því að binda nýjar reglur í stjórnarskránna. Reglurnar yrðu einfaldlega þannig að ef tveir flokkar eða fleiri mynda ríkisstjórn yrði ráðherrafjöldi hvers flokks að endurspegla þingstyrk viðkomandi flokks á Alþingi og sá flokkur sem flesta þingmenn hefði ávallt í forystu - þ.e. ekki yrði hægt að semja um forsætisráðherraembættið. Með þessu væri búið að taka burt þennan kaleik frá stjórnmálamönnum sem eilífar samningaviðræður eftir kosningar hljóta að vera - reglurnar væru skýrar og kæmu jafnt niðrá öllum og augljóst væri að ráðherrafjöldi stjórnarflokkanna endurspeglaði mjög skýrt stærð þeirra í samfélaginu. Að mínu mati ætti þetta að auðvelda verulega stjórnarmyndunarviðræður bæði milli flokka en ekki síður innan flokkanna. Það sem er þó mikilvægast er að íbúar landsins fengju skýr skilaboð um mikilvægi atkvæða þeirra, lýðræðið væri sett í öndvegi og hætta á spillingu og þröngum einka- og sérhagsmunum væri minnkuð verulega. Með kveðju, Hannes Richardsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Sæll Egill, Ég er eins og margir íslendingar óánægður með hvernig unnið hefur verið úr niðurstöðum kosninga hér á landi. Aftur og aftur hefur það gerst að kjósendum hefur fundist úrslit kosninga lítið hafa að segja varðandi hverskonar ríkisstjórnarsamstarf hefur tekið við. Tilfinningin sem margir hafa er að atkvæðin í raun skipti litlu sem engu máli því margoft hefur það gerst að samsetning nýrrar ríkisstjórnar endurspeglar alls ekki úrslit kosninga eða virðist taka neitt mið af þeim skilaboðum sem flestir telja að kjósendur hafi verið að senda. Þetta er staða sem allir Íslendingar þekkja og búið er að ræða um í áratugi hér á landi. Svo virðist sem heildarþingstyrkur sé það eina sem skipti máli við myndun nýrra ríkisstjórna og stjórnmálamenn hafi fullt vald til að semja sín á milli um ríkisstjórnarsamstarf á hvern þann hátt sem þeim sjálfum hentar hverju sinni. Nú á að endurskoða stjórnarskránna og mér hefur virst sem lítil sem engin umræða hafi farið fram um breytingar sem snúa að stjórnmálamönnunum sjálfum eða hvort/hvernig eigi að takmarka það vald sem stjórnmálamenn eða flokkar hafa til að spila úr niðurstöðum kosninga. MIg langar því að velta upp einni spurningu og kannski ýta því að þér að þú takir það upp hjá þér að ræða þetta mál í þætti þínum. Væri ekki athugandi að þrengja frelsi stjórnmálaflokka varðandi myndun ríkisstjórna með því að binda nýjar reglur í stjórnarskránna. Reglurnar yrðu einfaldlega þannig að ef tveir flokkar eða fleiri mynda ríkisstjórn yrði ráðherrafjöldi hvers flokks að endurspegla þingstyrk viðkomandi flokks á Alþingi og sá flokkur sem flesta þingmenn hefði ávallt í forystu - þ.e. ekki yrði hægt að semja um forsætisráðherraembættið. Með þessu væri búið að taka burt þennan kaleik frá stjórnmálamönnum sem eilífar samningaviðræður eftir kosningar hljóta að vera - reglurnar væru skýrar og kæmu jafnt niðrá öllum og augljóst væri að ráðherrafjöldi stjórnarflokkanna endurspeglaði mjög skýrt stærð þeirra í samfélaginu. Að mínu mati ætti þetta að auðvelda verulega stjórnarmyndunarviðræður bæði milli flokka en ekki síður innan flokkanna. Það sem er þó mikilvægast er að íbúar landsins fengju skýr skilaboð um mikilvægi atkvæða þeirra, lýðræðið væri sett í öndvegi og hætta á spillingu og þröngum einka- og sérhagsmunum væri minnkuð verulega. Með kveðju, Hannes Richardsson
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar