Erlent

Danir á móti skattalækkun

Þrátt fyrir að skattprósentan í Danmörku sé 49,7 prósent, og þar með einhver sú hæsta í heiminum, sýna nýjar skoðanakannanir að meirihluti Dana vill frekar sætta sig við skatthlutfallið en að skattalækkanir bitni á opinberri þjónustu. Þessu var öfugt farið fyrir tíu árum þegar lausnarorðið var skattalækkanir og ekkert annað. Almenningur virðist því vera farinn að meta þær í samhengi við þjónustu hins opinbera og ekki vilja fórna henni eða skerða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×