Erlent

Ölvun og áflog í Dyflinni

Yfir 700 manns voru handteknir víðs vegar um Írland í fyrrakvöld, á degi heilags Patreks, verndardýrlings landsins. Ölvun var afar mikil, slagsmál brutust víða út og eignaspjöll voru unnin. Flestir voru handtökurnar í Dyflinni en ástandið var einnig slæmt í Cork. Áður fyrr voru hátíðahöld í tilefni dagsins hófstillt enda voru öldurhús lokuð. Batnandi efnahagur og minnkandi ítök kirkjunnar hafa hins vegar valdið því að hátíðin er orðin fjörugri en góðu hófi gegnir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×