Erlent

Sýrlandsher fari fyrir kosningar

Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir að allur herafli Sýrlendinga verði að vera farinn frá Líbanon í lok apríl þegar þingkosningar verða haldnar í landinu. Í yfirlýsingu frá Annan segir að kosningarnar verði að vera lausar við erlenda íhlutun og ekki sé rétt að fresta þeim. Annan tók sérstaklega fram að leyniþjónusta Sýrlendinga ætti að hverfa frá Líbanon á sama tíma og herlið landsins. Í gær luku Sýrlendingar fyrsta hluta brottflutningsins frá Líbanon. Þar með eru fjögur þúsund hermenn farnir frá landinu en enn eru tíu þúsund þar. Stjórnvöld í Sýrlandi hafa ekki enn brugðist við yfirlýsingu Annans, en þann 7. apríl eiga þau fund með stjórnvöldum í Líbanon þar sem tilkynnt verður hvenær brottfluttningnum verður að fullu lokið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×