Sport

Souness sáttur við sína menn

Graeme Souness, knattspyrnustjóri Newcastle er mjög ánægður að vera kominn áfram í átta liða úrslit Evrópukeppni félagsliða, eftir sigurinn á gríska liðinu Olympiakos í gær. Newcastle vann fyrri leik liðanna í Grikklandi 3-1 og því var aðeins formsatriði fyrir liðið að klára einvígið á heimavelli, sem þeir og gerðu með öruggum 4-0 sigri og eru því komnir áfram samtals 7-1. "Mér fannst við leika einstaklega vel í dag og ekki síst Alan Shearer.  Hann skoraði tvö mörk í dag og neitaði að fara af velli þegar ég bauð honum að skipta honum útaf", sagði Souness, sem segist ekki eiga sér óska mótherja í næstu umferð Evrópukeppninnar frekar en í enska bikarnum, því þegar svona langt sé komið í keppnunum séu allir mótherjarnir jafn erfiðir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×