Sport

Curbishley ánægður

Alan Curbishley var hæstánægður með sigur sinna manna í Charlton á Tottenham í Úrvalsdeildinni í gær, er vill ekki meina að Evrópusætið sé í sjónmáli ennþá. Charlton hafði ekki náð að sigra í deildinni síðan í endaðan janúar og því var sigurinn í gær stjóranum kærkominn.  "Við höfum verið í dálítilli lægð undanfarið, en að ná að vinna þennan leik var frábært.  Við fengum tvö falleg mörk frá strákunum okkar og það nægði til sigurs.  Mér fannst Tottenham leika vel, sérstaklega í fyrri hálfleik og þeir náðu að skapa sér færi sem þeir hefðu með öllu átt að nýta", sagði Curbishley. Stjórinn vildi ekki meina að Charlton ætti auðvelda leiki framundan til að styrkja stöðu sína í baráttunni um Evrópusæti.  "Við eigum að vísu tvo heimaleiki framundan og þó þeir séu ekki við hæst skrifuðustu liðin í deildinni, verða þeir mjög erfiðir og ég ætla ekki að missa mig út í of mikla bjartsýni", sagði stjórinn, en lið hans leikur við West Brom og Manchester City á heimavelli sínum á næstunni og á til góða heimaleik við Bolton, sem eru í mikilli samkeppni við Charlton um Evrópusætið mikilvæga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×