Skoðun

Meðlag hátt eða lágt?

Meðlög - Baldvin Nielsen "Að taka ábyrgð" var yfirskift á sjónarmiðum Jón Kaldals í Fréttablaðinu 13. mars sl. þar sem hann telur að meðlag sé of lágt. Mig langar að skoða þetta mál frá nokkrum sjónarhornum.Ég hélt að til væri í lögum ákvæði um að ef tekjur meðlagsgreiðanda færu ofar ákveðnum tekjuviðmiðunum væri skylda lögð á hann að bæta við meðlagsfjárhæðina með barninu. Er ekki eitthvað minnst á þetta í hjúskaparlögum?En hver segir að framlag til barns, umframgreiðslan, þurfi endilega að vera peningar til þess foreldris sem barnið býr hjá? Það eru margar leiðir til að koma slíku verðgildi til skila og ekki má gleyma því að meðlagsgreiðandi vill styrkja tengsl sín við barnið og koma á móts við væntingar þess til sín og hvað er þá til betra en góðar gjafir innan skynsamlegra marka? Að vera ábyrgur foreldri er líka að sinna sínum ungengisrétti við barnið/börnin eftir skilnað. Sem dæmi er sjálfsagt að meðlagsgreiðandi hafi barnið hjá sér aðra hverja helgi, verði með því þrjár vikur í sumarfríi, hjá því hluta úr jólum og í páskafríinu og allt fer þetta eftir ef foreldrar sýna þá ábyrgð að tryggja velferð barnsins. Þegar barnið býr hins vegar erlendis eða mjög langt frá heimili meðlagsgreiðanda getur reynst þrautinni þyngra að uppfylla þessi skilyrði þó viljinn sé til staðar. Um slíkar aðstæður, þegar foreldri og barni er ókleift að hittast, eru til ákvæði í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Íslendingar eru aðilar að, að stjórnvöld komi þar inn í aðstæður. Áfram úr umræddri grein: "Hvað um þann kostnað sem sá er heldur barninu heimili á þá eftir að greiða fyrir húsnæði, mat, fatnað og tómstundir barnsins?" Í fyrsta lagi: Eru það ekki forréttindi að fá að hafa barnið hjá sér eftir skilnað og vera sá aðilinn sem fær óskerta nærveru við að ala það upp? Í öðru lagi: Þarf sá sem heldur barninu heimili ekkert á húsaskjóli að halda nema þá aðeins að barnið sé til staðar? Auðvitað er það eðlilegt að báðir aðilar leggi sama af mörkum til velfarnaðar barnsins, án þess að sérstaklega sé litið til húsnæðis eða tómstunda því báðir foreldrar, eftir skilnað, verða að uppfylla þessi skilyrði og því ekki hægt að setja þennan þátt öðru hvoru foreldri til kostnaðar og hinu þá til tekna.Í þessu ljósi getum við skoðað eftirfarandi dæmi um framfærslufjárhæð sem fylgir barni eftir skilnað:Meðlag, kr. 16.586,- á mán. Framlag þess foreldris sem eftir verður á heimilinu kr. 16.586,- á mán. Inn í þetta ferli koma síðan barnabætur sem eru að vísu tekjutengdar hér á landi og geta hæst verið með einu barni án skerðingar, yngra en 7 ára, kr. 20.737,- á mán, samtals gera kr. 53.909,- á mánuði, skattfrítt. Hvort meðlag sé of hátt eða of lágt er þessi upphæð samt helmingur þeirrar fjárhæðar sem almennur launþegi aflar með dagvinnu sinni á einum mánuði. Hvernig skyldi þá dæmið líta út hjá þeim sem borga meðlag með tveimur eða fleiri börnum? Ég tel að láglaunastefnan sem rekin er í landinu og áhrif jaðarskatta eigi stóran þátt í þeim vanskilum sem meðlagsgreiðendur standa frammi fyrir í dag.



Skoðun

Sjá meira


×