Upp með fánann 1. maí! 16. mars 2005 00:01 Fyrsti maí - Einar Ólafsson bókavörður Miðstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands telur tímabært að verkalýðshreyfingin endurskoði hvernig staðið sé að hátíðarhöldum 1. maí, þau séu barn síns tíma og lítil þátttaka ásamt athöfnum margskonar öfgahópa hafi eyðilagt þá áferð sem var á þessum degi. Ekki átta ég mig alveg á hvaða öfgahópa miðstjórnin á við. Vissulega voru ýmsir hópar vinstri róttæklinga áberandi 1. maí með verkalýðssinnaðar kröfur fyrir um 20 árum og oft kallaðir öfgahópar. Í 1. maí-göngum undanfarinna ára í Reykjavík man ég varla eftir öðrum hópum utan verkalýðsfélaganna en Femínistafélaginu með kröfur um jafnrétti kynjanna og Samtök herstöðvaandstæðinga með kröfur um herlaust land og gegn stríði. Þetta eru nú öfgahóparnir sem hafa eyðilagt áferð 1. maí, baráttudags verkalýðsins. Nú veit ég að sum verkalýðsfélög leggja mikið upp úr jafnrétti kynjanna og víða um heim hafa verkalýðsfélög tekið virkan þátt í baráttunni gegn stríði á undanförnum árum enda bitna styrjaldir fyrst og fremst á alþýðufólki. Ég var á heimsþingi Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga í byrjun desember. Það einkenndist af áhyggjum vegna nýfrjálshyggjunnar og hnattvæðingarinnar sem m.a. grefur undan réttindum verkafólks eins og Rafiðnaðarsambandið hefur kynnst rækilega við Kárahnjúka. Rúmum mánuði fyrr var ég á Evrópska samfélagsþinginu (European Social Forum) í London, 20 þúsund manna samkomu fjölmargra baráttusamtaka og mundu kannski sumir kalla sum þeirra öfgahópa. En þarna voru líka fjölmörg verkalýðssamtök í Bretlandi og víðar í Evrópu og sá ég ekki betur en þau kynnu bara vel um sig í þessum selskap. Og satt að segja var líkur andi í fundarsölum hinnar alþjóðlegu verkalýðshreyfingar þótt allt væri með nokkuð formlegra sniði. Ein af ályktunum heimsþings verkalýðsfélaganna fjallaði um baráttu verkalýðshreyfingarinnar fyrir friði. Þar segir meðal annars: "Þingið fordæmir ákvörðunina um að hefja þetta stríð [þ.e. stríðið í Írak] sem var ónauðsynleg og óásættanleg án samþykkis Sameinuðu þjóðanna." Jafnframt voru verkalýðsfélög hvött til samvinnu við baráttu- og friðarsamtök. Mörg íslensk verkalýðsfélög studdu mótmælaaðgerðir í aðdraganda þessa stríð veturinn 2002 til 2003 en þau hefðu líka mátt hvetja félagsmenn sína til að bera spjöld gegn þessu stríði 1. maí sem og spjöld með kjörorðum gegn einkavæðingu og niðurskurði velferðarkerfisins og fyrir réttindum verkalýðshreyfingarinnar. Það er góðra gjalda vert að verkalýðsfélögin efni til fjölskylduskemmtana 1. maí, t.d. eftir kröfugönguna. En það væri hlálegt einmitt nú að breyta 1. maí úr baráttudegi yfir í einhverskonar skemmtidag eða eyðileggja hann með því að gera hann að hluta af langri helgi. Þvert á móti þyrftu verkalýðsfélögin að gera átak til að fá félagsmenn sína til að fylkja sér undir róttæk kjörorð 1. maí og taka höndum saman við alla baráttumenn fyrir friði og betra þjóðfélagi. Og þau gætu byrjað strax með því að hvetja félagsmenn sína til að taka þátt í mótmælafundum 19. mars nk. undir kjörorðinu. Höfnum stríði! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Fyrsti maí - Einar Ólafsson bókavörður Miðstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands telur tímabært að verkalýðshreyfingin endurskoði hvernig staðið sé að hátíðarhöldum 1. maí, þau séu barn síns tíma og lítil þátttaka ásamt athöfnum margskonar öfgahópa hafi eyðilagt þá áferð sem var á þessum degi. Ekki átta ég mig alveg á hvaða öfgahópa miðstjórnin á við. Vissulega voru ýmsir hópar vinstri róttæklinga áberandi 1. maí með verkalýðssinnaðar kröfur fyrir um 20 árum og oft kallaðir öfgahópar. Í 1. maí-göngum undanfarinna ára í Reykjavík man ég varla eftir öðrum hópum utan verkalýðsfélaganna en Femínistafélaginu með kröfur um jafnrétti kynjanna og Samtök herstöðvaandstæðinga með kröfur um herlaust land og gegn stríði. Þetta eru nú öfgahóparnir sem hafa eyðilagt áferð 1. maí, baráttudags verkalýðsins. Nú veit ég að sum verkalýðsfélög leggja mikið upp úr jafnrétti kynjanna og víða um heim hafa verkalýðsfélög tekið virkan þátt í baráttunni gegn stríði á undanförnum árum enda bitna styrjaldir fyrst og fremst á alþýðufólki. Ég var á heimsþingi Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga í byrjun desember. Það einkenndist af áhyggjum vegna nýfrjálshyggjunnar og hnattvæðingarinnar sem m.a. grefur undan réttindum verkafólks eins og Rafiðnaðarsambandið hefur kynnst rækilega við Kárahnjúka. Rúmum mánuði fyrr var ég á Evrópska samfélagsþinginu (European Social Forum) í London, 20 þúsund manna samkomu fjölmargra baráttusamtaka og mundu kannski sumir kalla sum þeirra öfgahópa. En þarna voru líka fjölmörg verkalýðssamtök í Bretlandi og víðar í Evrópu og sá ég ekki betur en þau kynnu bara vel um sig í þessum selskap. Og satt að segja var líkur andi í fundarsölum hinnar alþjóðlegu verkalýðshreyfingar þótt allt væri með nokkuð formlegra sniði. Ein af ályktunum heimsþings verkalýðsfélaganna fjallaði um baráttu verkalýðshreyfingarinnar fyrir friði. Þar segir meðal annars: "Þingið fordæmir ákvörðunina um að hefja þetta stríð [þ.e. stríðið í Írak] sem var ónauðsynleg og óásættanleg án samþykkis Sameinuðu þjóðanna." Jafnframt voru verkalýðsfélög hvött til samvinnu við baráttu- og friðarsamtök. Mörg íslensk verkalýðsfélög studdu mótmælaaðgerðir í aðdraganda þessa stríð veturinn 2002 til 2003 en þau hefðu líka mátt hvetja félagsmenn sína til að bera spjöld gegn þessu stríði 1. maí sem og spjöld með kjörorðum gegn einkavæðingu og niðurskurði velferðarkerfisins og fyrir réttindum verkalýðshreyfingarinnar. Það er góðra gjalda vert að verkalýðsfélögin efni til fjölskylduskemmtana 1. maí, t.d. eftir kröfugönguna. En það væri hlálegt einmitt nú að breyta 1. maí úr baráttudegi yfir í einhverskonar skemmtidag eða eyðileggja hann með því að gera hann að hluta af langri helgi. Þvert á móti þyrftu verkalýðsfélögin að gera átak til að fá félagsmenn sína til að fylkja sér undir róttæk kjörorð 1. maí og taka höndum saman við alla baráttumenn fyrir friði og betra þjóðfélagi. Og þau gætu byrjað strax með því að hvetja félagsmenn sína til að taka þátt í mótmælafundum 19. mars nk. undir kjörorðinu. Höfnum stríði!
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar