Lífið

Leno má segja Jackson-brandara

Jay Leno má segja brandara um Michael Jackson. Dómari í Kaliforníu í Bandaríkjunum komst að þessari niðurstöðu í gærdag en spjallþáttastjórnandinn Leno fór fyrir dóm til að ganga úr skugga um að hann bryti ekki lög með Jackson-bröndurum. Leno er nefnilega einn þeirra sem stefnt hefur verið fyrir rétt sem vitni og dómarinn í barnaníðingsmáli Jacksons bannaði vitnum að ræða málið opinberlega. Leno má hins vegar framvegis grínast að vild, en undanfarna daga hefur hann leyst vandann með því að fá aðra til að flytja Jackson-brandara í stað þess að gera það sjálfur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.