Skoðun

Talaði ekkert um stjórnarsamstarf

Samtalið við Halldór Ásgrímsson - Kjell Magne Bondevik forsætisráðherra Noregs Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, hefur sent Fréttablaðinu eftirfarandi athugasemd vegna greinarinnar "Vinstra bros Halldórs" sem birtist hér í blaðinu á þriðjudaginn: "Með tilvísun til leiðara Fréttablaðsins 1. mars vil ég taka af öll tvímæli um að starfsbróðir minn og vinur, Halldór Ásgrímsson, hefur ekki blandað mér inn í nein áform sem hann kann að hafa um aðra ríkisstjórn. Ég sagði við Fréttablaðið 28. febrúar að breytingar gætu orðið á afstöðu Íslands til aðildar að Evrópusambandinu ef Framsóknarflokkurinn mundi styðja aðild árið 2007, þar sem slíkt er nú þegar á stefnuskrá Samfylkingarinnar. Aftur á móti talaði ég ekkert um hugsanlegt stjórnarsamstarf þessara tveggja flokka."



Skoðun

Sjá meira


×