Viðskipti innlent

"Group" í tísku

Á aðalfundi Flugleiða í næstu viku verður gerð tillaga um það að nafni fyrirtækisins verði breytt í FL Group. Flugleiðir verða því þriðja félagið í Kauphöllinni sem gera sams konar nafnabreytingu á mjög skömmum tíma. Fjárfestingarfélagið Atorka heitir nú Atorka Group eftir samþykkt þess efnis á aðalfundi í vikunni. Medcare Flaga mun einnig breyta um nafn og heita Flaga Group ef tillaga þess efnis gengur eftir á aðalfundi félagsins í dag. Fyrir eru tvö félög í Úrvalsvísitölunni sem hafa orðið Group í nafni sínu: Actavis Group og Bakkavör Group. Þá er gert ráð fyrir að flugrekstrarfélagið Avion Group skrái sig í Kauphöllina á þessu ári. Þá var í gær tilkynnt að Skífan hefði breytt nafni sínu í Dagur Group. Alls eru 36 fyrirtæki í fyrirtækjaskrá með viðskeytinu Group. Baugur Group er einna þekktast en einnig má nefna móðurfélag Lánstrausts sem heitir Creditinfo Group. Guðjón segir breytinguna á nafni Flugleiða ætlaða til að undirstrika þá breytingu sem orðið hefur á rekstri félagsins. "Í dag eru Flugleiðir fjárfestingarfélag en ekki flugfélag," segir hann.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×