Erlent

Vill flýta kosningum

Marek Belka, forsætisráðherra Póllands, lýsti því yfir í gær að hann hygðist segja af sér embætti eftir tvo mánuði. Hann hvatti pólska þingið til að samþykkja þingrof svo að hægt væri að boða til kosninga í júní, nokkrum mánuðum fyrr en ella. Belka, sem fer fyrir minnihlutastjórn vinstrimanna sem nýtur mjög lítils fylgis, sagði að hann myndi ekki gegna forsætisráðherraembættinu lengur en til 5. maí, en þá vill hann að þingið greiði atkvæði um að rjúfa þing.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×