Viðskipti innlent

Magasin keypt og selt

:Nýir eigendur Magasin du Nord hafa ákveðið að nýta sér kauprétt á fasteign stórverslunarinnar við Kóngsins Nýjatorg. Magasin átti kauprétt að fasteigninni og var það lykillinn að kaupum íslenskra fjárfesta á fyrirtækinu. Mat þeirra var að fasteignir fyrirtækisins stæðu undir kaupverði þess. Kauprétturinn var á ríflega milljarð danskra króna eða um ellefu milljarða króna. Eignin var seld til baka til sérstaks fasteignafélags í eigu sömu aðila á 1,2 milljarða danskra króna eða tæpa þrettán milljarða. Söluhagnaður er því tveir milljarðar króna sem færist í bækur Magasin, en fyrirtækið var keypt í heild sinni á um sex milljarða íslenskra króna. Magasin mun leigja húsnæðið af fasteignafélaginu.  Rekstur Magasin gekk erfiðlega og nýir eigendur vinna nú að því að hagræða í rekstri og hafa gefið út að stefnt sé að því að verslunin skili hagnaði innan þriggja ára.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×