Viðskipti innlent

Auka hlut sinn í Árvakri

Frændgarður Kristins Björnssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, ræður nú tæplega 30 prósenta hlut í Árvakri, útgefanda Morgunblaðsins. Félag í eigu fjölskyldu Kristins hefur keypt félag í eigu Ó Johnson fjölskyldunnar sem átti ríflega 10 prósenta hlut í Árvakri. Kristinn og skyldfólk hans átti tæplega 20 prósenta hlut í Árvakri. Forkaupsréttur annarra hluthafa er á bréfum í Árvakri, en slíkt gildir þó ekki um kaup á eignarhaldsfélögum sem eiga bréf í Árvakri. Ekki kom því til forkaupsréttar annarra hluthafa. Kristinn Björnsson vildi ekki svara því hvort frændgarðurinn hygðist auka hlut sinn enn frekar í félaginu. "Við teljum þetta áhugaverðan kost og ákváðum að kaupa þegar tækifærið gafst." Hann segir fleiri hafa haft áhuga á þessum hlut í Árvakri, en þetta hafi verið niðurstaðan.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×