Lífið

Von Trier gefur eftir

Danski leikstjórinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Lars Von Trier hefur látið undan þrýstingi danskra dýravina og fallist á að klippa atriði úr næstu kvikmynd sinni, Manderlay, sem sýna þegar asni er aflífaður. Í myndinni slátra hungraðir þorpsbúar asna til að seðja hungrið. Slátrunin, sem á sér stað eftir að dýralæknir hafði í raun aflífað asnann, vakti ekki einungis óhug margra Dana sem létu kvörtunum rigna yfir Von Trier. Bandaríska kvikmyndaleikaranum John C. Reilly, sem átti að leika stórt hlutverk í myndinni, var einnig nóg boðið og hefur hann yfirgefið tökustaðinn í Svíþjóð. Von Trier hefur fallist á að þessi atriði séu í raun tilgangslaus og því megi þau missa sín.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.