Efast um að fé fari til fatlaðra 24. febrúar 2005 00:01 Rúmlega átta þúsund fermetra húsnæði hefur verið byggt á Sólheimum, þar sem aðeins 40 fatlaðir búa. Þar á meðal er bygging sem er leigð út fyrir ráðstefnuhald og kirkja sem rúmar tvöfaldan íbúafjölda Sólheima. Stjórnarmaður Þroskahjálpar á Suðurlandi segir þetta brandara og fyrrverandi starfsmaður Sólheima vill heldur sjá fénu varið í að bæta þjónustuna við fatlaða. Sólheimar í Grímsnesi. Fallegt lítið þorp þar sem fjörtíu fatlaðir búa. Í ljós kom fyrir tæpum tveimur árum að milljónir króna af ríkisfé sem átti að renna til umönnunar þeirra var ekki notað eins og kveðið var á um. Sættir tókust og nú greiðir ríkið 164 milljónir á ári til Sólheima, nákvæmlega er skilgreint í hvað peningarnir eiga að fara. Uppbyggingin á svæðinu er ótrúlega mikil svo ekki sé meira sagt. Til dæmis var um aldamótin tekið í notkun 460 fermetra hús með vinnustofum og sýningarsal. Þremur árum seinna var vígt 800 fermetra samkomuhús, Sesseljuhús, sem kostaði 130 milljónir. Og nú er verið að reisa kirkju sem tekur 200 manns í sæti en innan við 15 kílómetrar eru í næstu kirkju. Þessar byggingar eru reistar fyrir söfnunarfé. Bjarni Harðarson, stjórnarmaður í Þroskahjálp á Suðurlandi, segir að að auðvitað sé látið í veðri vaka að verið sé að styrkja eitthvað sem gagnist fötluðum. Það sé búið að byggja hótel, listhús og ýmsar byggingar sem gangist hinum fötluðu ekki neitt enda byggingarmagnið að orðið hrein skrýtla. Þessi hús og aðrar byggingar sem skráð eru í landsskrá fasteigna telja samtals yfir átta þúsund fermetra sem gerir á þriðja hundrað fermetra á hvern af hinum fjörtíu fötluðu heimilismönnum. En í hvað eru húsin notuð, til dæmis hið 800 fermetra Sesseljuhús? Agnar Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Sólheima, segir að húsið sé notað sem bíó og þar sé horft á Idolið og Evróvisjón og knattspyrnuleiki svo eitthvað sér nefnt. Auk þess sé húsið leigt út fyrir ráðstefnur og minni herbergi notuð sem fundarsalir. Og kirkjan. Ráðinn hefur verið prestur að Sólheimum sem einnig gegnir starfi félagsmálafulltrúa. En aðeins 15 km frá Sólheimum er kirkjan að Mosfelli og þar er starfandi prestur. Agnar segir að það hafi verið talið til hæfi að hafa kirkju á staðnum og það hafi verið stefna stjórnar Sólheima í langan tíma að byggja kirkju. Auk þess segir Agnar að kirkjan á Mosfelli sé of lítil til að rúma allt heimilisfólk á Sólheimum. Rut Gunnarsdóttir, félagsmaður í félagi fyrrverandi starfsmanna á Sólheimum, er þeirrar skoðunar að allt fé sé ekki nýtt í þágu fatlaðra. Hún segir að henni finnist það vera aðalatriði að fatlaða fólkið búi að Sólheimum og starfsemin þar eigi að snúast um það en ekki eitthvað allt annað. Þess vegna eigi peningarnir að fara í þjónustu við fólkið. Agnar segir hins vegar klárt að ekkert af því fé sem er eyrnamerkt fötluðum fari í þessar byggingar. Stjórn Sólheima hafi verið dugleg að safna fé til uppbyggingar á Sólheimum. Bjarni Harðarson segir hins vegar að verið sé að taka fé frá öllum fötluðum í landinu en víða sé neyðarástand í búsetumálum og þjónustumálum fatlaðra. Þetta hafi verið peningar sem fyrirtæki hafi verið tilbúin að leggja til fatlaðra. Starfsemi Sólheima hófst fyrir sjötíu og fimm árum í tjöldum og bárujárnsskúr. Nú er þar meðal annars rekið hótel og ráðstefnu- og veisluþjónusta auk ýmiss konar lífrænnar framleiðslu. Í framkvæmdaáætlun Sólheima er mörkuð sú stefna að ljúka við eina stóra framkvæmd fimmta hvert ár. Bandaríska tímaritið Communities kaus Sólheima besta sjálfbæra byggðahverfi í heimi fyrir ári. Fréttir Innlent Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Rúmlega átta þúsund fermetra húsnæði hefur verið byggt á Sólheimum, þar sem aðeins 40 fatlaðir búa. Þar á meðal er bygging sem er leigð út fyrir ráðstefnuhald og kirkja sem rúmar tvöfaldan íbúafjölda Sólheima. Stjórnarmaður Þroskahjálpar á Suðurlandi segir þetta brandara og fyrrverandi starfsmaður Sólheima vill heldur sjá fénu varið í að bæta þjónustuna við fatlaða. Sólheimar í Grímsnesi. Fallegt lítið þorp þar sem fjörtíu fatlaðir búa. Í ljós kom fyrir tæpum tveimur árum að milljónir króna af ríkisfé sem átti að renna til umönnunar þeirra var ekki notað eins og kveðið var á um. Sættir tókust og nú greiðir ríkið 164 milljónir á ári til Sólheima, nákvæmlega er skilgreint í hvað peningarnir eiga að fara. Uppbyggingin á svæðinu er ótrúlega mikil svo ekki sé meira sagt. Til dæmis var um aldamótin tekið í notkun 460 fermetra hús með vinnustofum og sýningarsal. Þremur árum seinna var vígt 800 fermetra samkomuhús, Sesseljuhús, sem kostaði 130 milljónir. Og nú er verið að reisa kirkju sem tekur 200 manns í sæti en innan við 15 kílómetrar eru í næstu kirkju. Þessar byggingar eru reistar fyrir söfnunarfé. Bjarni Harðarson, stjórnarmaður í Þroskahjálp á Suðurlandi, segir að að auðvitað sé látið í veðri vaka að verið sé að styrkja eitthvað sem gagnist fötluðum. Það sé búið að byggja hótel, listhús og ýmsar byggingar sem gangist hinum fötluðu ekki neitt enda byggingarmagnið að orðið hrein skrýtla. Þessi hús og aðrar byggingar sem skráð eru í landsskrá fasteigna telja samtals yfir átta þúsund fermetra sem gerir á þriðja hundrað fermetra á hvern af hinum fjörtíu fötluðu heimilismönnum. En í hvað eru húsin notuð, til dæmis hið 800 fermetra Sesseljuhús? Agnar Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Sólheima, segir að húsið sé notað sem bíó og þar sé horft á Idolið og Evróvisjón og knattspyrnuleiki svo eitthvað sér nefnt. Auk þess sé húsið leigt út fyrir ráðstefnur og minni herbergi notuð sem fundarsalir. Og kirkjan. Ráðinn hefur verið prestur að Sólheimum sem einnig gegnir starfi félagsmálafulltrúa. En aðeins 15 km frá Sólheimum er kirkjan að Mosfelli og þar er starfandi prestur. Agnar segir að það hafi verið talið til hæfi að hafa kirkju á staðnum og það hafi verið stefna stjórnar Sólheima í langan tíma að byggja kirkju. Auk þess segir Agnar að kirkjan á Mosfelli sé of lítil til að rúma allt heimilisfólk á Sólheimum. Rut Gunnarsdóttir, félagsmaður í félagi fyrrverandi starfsmanna á Sólheimum, er þeirrar skoðunar að allt fé sé ekki nýtt í þágu fatlaðra. Hún segir að henni finnist það vera aðalatriði að fatlaða fólkið búi að Sólheimum og starfsemin þar eigi að snúast um það en ekki eitthvað allt annað. Þess vegna eigi peningarnir að fara í þjónustu við fólkið. Agnar segir hins vegar klárt að ekkert af því fé sem er eyrnamerkt fötluðum fari í þessar byggingar. Stjórn Sólheima hafi verið dugleg að safna fé til uppbyggingar á Sólheimum. Bjarni Harðarson segir hins vegar að verið sé að taka fé frá öllum fötluðum í landinu en víða sé neyðarástand í búsetumálum og þjónustumálum fatlaðra. Þetta hafi verið peningar sem fyrirtæki hafi verið tilbúin að leggja til fatlaðra. Starfsemi Sólheima hófst fyrir sjötíu og fimm árum í tjöldum og bárujárnsskúr. Nú er þar meðal annars rekið hótel og ráðstefnu- og veisluþjónusta auk ýmiss konar lífrænnar framleiðslu. Í framkvæmdaáætlun Sólheima er mörkuð sú stefna að ljúka við eina stóra framkvæmd fimmta hvert ár. Bandaríska tímaritið Communities kaus Sólheima besta sjálfbæra byggðahverfi í heimi fyrir ári.
Fréttir Innlent Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira