Lífið

Níu barna faðir vann 25 milljónir

Baldur Sigurðsson á Sauðárkróki var einn með fimm rétta í Lottó síðasta laugardag. "Þetta var óskaplega dásamlegt. Ég skrifa alltaf tölurnar niður jafnóðum og þær koma á skjáinn. Svo fór ég með tölurnar að eldhúsborðinu, var að fá mér kaffi og leit ekkert á miðann strax, en þá kom þetta nú," segir Baldur. Spurður hvort hann hafi ekki haft áhyggjur af að fleiri væru um hituna segir Baldur: "Ja, frúin nefndi það nú að ég skyldi fara inn á textavarpið og athuga hvort vinningshafarnir væru fleiri. Þá skýrðist að ég var bara einn." Kona Baldurs er Margrét Björnsdóttir, gangavörður í gagnfræðiskólanum. Þau eiga níu börn og um tuttugu barnabörn. Þau bjuggu lengi vel í Vesturhlíð í Vesturdal en fluttu á Sauðárkrók fyrir nær fimmtán árum. Þau hafa ekki velt fyrir sér hvernig vinningnum verði varið. Baldur segir bæjarbúa samgleðjast þeim hjónum: "Allir virðast vera sammála um að við hjónin séum vel að þessu kominn," segir Baldur: "Að vinna er óskaplega skemmtilegt, því verður ekki neitað, nú er að fara ekki upp úr skýjunum," segir Baldur og nefnir að hann hafi heyrt að fólk standi verr fjárhagslega eftir slíkar vinningsupphæðir en fyrir: "Það verður ekki á þessu heimili."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.