Innlent

Vinnsla hafin á ný í Grindavík

"Við frystum aðeins um helgina, en það er annars bara engin loðna til að frysta. Við bíðum bara eftir því," segir Óskar Ævarsson yfirmaður fiskimjölverksmiðju Samherja sem brann í Grindavík 9. febrúar eftir að mjöl ofhitnaði í þurrkara. Helmingur byggingarinnar skemmdist ekki í eldsvoðanum og ætlar Samherji að frysta loðnu og vinna hrogn í verksmiðjunni. Óskar segir að ekki liggi fyrir hversu mikið fjárhagslegt tjón hafi orðið í eldinum, enn sé verið að hreinsa rústirnar og meta tjónið. "Við vonum að þetta liggi fyrir eftir viku til tíu daga."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×