Innlent

Sjávarútvegsakademíu komið á fót

Komið hefur verið á fót norrænni sjávarútvegsakademíu sem mun standa fyrir námskeiðum í fiskveiðistjórnun og fylgjast með fiskistofnum og auðlindum hafsins. Sjávarútvegsakademían verður ekki með fast heimilisfang heldur mun hún starfa sem tengslanet og verður því stjórnað frá Háskólanum í Björgvin eftir því sem segir í tilkynningu frá Norðurlandaráði. Norræna rannsóknaráðið og norræni vinnuhópurinn um fiskveiðirannsóknir hafa samþykkt fjárveitingar að jafnvirði 10 milljóna danskra króna, um 110 milljónir íslenskra króna, til verkefnisins á næstu fimm árum. Markmiðið að halda námskeið og fylgjast með rannsóknum á mikilvægum auðlindum sjávar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×