Innlent

Flug úr skorðum vegna þoku

Þoka hefur legið yfir vestanverðu landinu í dag og hefur innanlandsflug af þeim sökum farið úr skorðum. Þokan hefur mest verið við Faxaflóa og Breiðafjörð en einnig náð inn á Vestfirði. Skyggni hefur farið niður í nokkra tugi metra og hefur Reykjavíkurflugvöllur verið meira og minna lokaður frá hádegi og flugvélum beint til Keflavíkur. Horfur eru á að þokunni létti við Faxaflóa í nótt en verði áfram við Breiðafjörð á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×