Innlent

Sáum ekki þessa þróun fyrir

"Það var ómögulegt að sjá fyrir þróun þessara mála þegar við lögðum hugmyndir okkar fyrst fram," segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra. Hann viðurkennir að mögulega sé sannleikskorn í þeim ásökunum að kosningaloforð framsóknarmanna um að auka lánsupphæð íbúðalána í 90 prósent hafi verið upphafið að þeirri holskeflu hækkana á fasteignaverði sem verið hefur undanfarin misseri. Árni segir að engum á þeim tíma hafi dottið í hug að staðan yrði nokkurn tíma sú sem hún er í dag. "Það var fyrirsjáanlegt að breytingar yrðu með hækkandi lánum en að þær yrðu með þeim hætti sem við sjáum í dag kemur á óvart. Hins vegar eru margir samverkandi þættir sem hafa gert það að verkum að fasteignaverð í dag er að mínu mati bæði óraunhæft og of dýrt. Ábyrgðin liggur að einhverju leyti hjá bönkum landsins en einnig hefur lengi verið skortur á lóðum í nokkrum sveitarfélögum og eðlilega hækkar það verðið líka. Þess utan er þáttur þessara svokölluðu fasteignaheildsala sem samkvæmt fréttum taka til sín milljónir af hverri íbúð og það munar aldeilis um þá upphæð."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×