Í fótspor Vesturfara 18. febrúar 2005 00:01 Hópur reiðmanna mun feta í fótspor íslenskra landnema í Kanada í sumar og ferðast um slóðir Vestur-Íslendinga á íslenskum hrossum. Það er ungur Kanadamaður sem skipuleggur ferðina en segja má að kveikjan að þessum leiðangri hafi verið snjóbrettaiðkun í kanadískum fjallshlíðum. Lagt verður upp frá Eyrarbakka 17. júní. Hrossunum verður flogið út og við tekur langt ferðalag, frá Ontario til Manitoba. Það er sama leið og Íslendingar fóru seinni part 19. aldar í leit að betra lífi. Fyrsta íslendingabyggðin var í Ontario þar sem fólkið fékk vinnu hjá lestarfélagi. Félagið lagði hins vegar upp laupana ári síðar og aftur tók við fátækt og hungur. Kanadíska ríkisstjórnin úthlutaði hópnum þá landi í Manitoba en ferðinni lýkur einmitt á Íslendingadeginum sem þar er haldinn hátíðlegur. Declan O´Driscoll, skipuleggjandi ferðalagsins, segir að Íslendingar hafi verið fullir eftirvæntingar þegar þeir hafi komið til Kanada og vongóðir um að nýtt og betra líf tæki við. Þeir hafi reyndar gengið í gegnum mikla erfiðleika og baráttu og hafi þjáðst mikið og þjáningarnar hafi verið það miklar að það hafi jaðrað við heimsendi. Loks þegar þeir hafi fundið sér bólstað í Manitoba, sem þeir hafi nefnt Nýj-Ísland, hafi þeir nefnt höfuðstaðinn Gimli. Það táknaði himnaríki fyrir þá eða endanlegan hvíldarstað. Declan segir mikilvægt að saga þeirra verði sögð og það er m.a. markmið heimildarmyndar sem gerð verður um ferðalagið. Farið verði til staða sem hafi verið landnemunum mikilvægir og þeir muni heyra sögur úr munni sagnfræðinga og sagnamanna þar sem þeir sitja umhverfis varðelda. Þeir muni fræðast um það sem forfeður þeirra hafi gengið í gegnum og þegar komið verði til Gimli verði hestarnir seldir og afraksturinn renna til Snorra-áætlunarinnar. Henni sé ætlað að styrkja afkomendur Vestur-Íslendinga til þess að halda aftur til Íslands til þess að rannsaka arfleifð sína og upplifa íslenskt þjóðlíf og menningu. Declan hefur varið síðustu dögum í að þeysast manna á milli til að safna styrkjum til fararinnar og segir að ágætlega hafi gengið. Kveikjan að þessu ævintýri er sú að Declan var snjóbrettastrákur og stundaði þá iðju grimmt í hlíðum fjalls sem kennt er við jötuninn Ými. Hann segir að dag einn hafi hann litið til hins mikla Kokanee-jökuls í fjarska en þar í grenndinni sé einmanalegt fjall sem nefnist Lokafjall. Loki hafi verið gerður burtrækur úr Valhöll og frá hinum goðunum eins og þekkt sé úr sögunni um dauða Baldurs. Hann hafi leikið í leikriti byggðu á þessari sögu og hafi í kjölfarið rannsakað hvers vegna fjöllið hefðu fengið þessi nöfn. Declan segir hafa komist að því að Íslendingarnir hefðu komið til Kanada á áttunda áratug 19. aldar. Út frá þessu hafi hann fengið áhuga á að fræðast um Ísland. Declan hafði upp á elsta kortinu sem vitað er til að hafi verið gert af svæðinu. Það er frá árinu 1890. Það hefur valdið því að lagt verður upp í ferðina og sögu landnemanna minnst. Þess má geta að fyrsti pósturinn frá Íslendingunum í Kanada kom til Eyrarbakka á sínum tíma. Í ferðinni sem farin verður í sumar verður svo eitt hrossanna notað til að flytja póst til Kanada frá Eyrarbakka. Þeir sem eiga ættingja eða vini á slóðum Vestur-Íslendinga í Kanada eru því hvattir til að hafa samband við skipuleggjendur ferðinnar. Vefslóðin er thepathtogimli.com. Fréttir Innlent Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Hópur reiðmanna mun feta í fótspor íslenskra landnema í Kanada í sumar og ferðast um slóðir Vestur-Íslendinga á íslenskum hrossum. Það er ungur Kanadamaður sem skipuleggur ferðina en segja má að kveikjan að þessum leiðangri hafi verið snjóbrettaiðkun í kanadískum fjallshlíðum. Lagt verður upp frá Eyrarbakka 17. júní. Hrossunum verður flogið út og við tekur langt ferðalag, frá Ontario til Manitoba. Það er sama leið og Íslendingar fóru seinni part 19. aldar í leit að betra lífi. Fyrsta íslendingabyggðin var í Ontario þar sem fólkið fékk vinnu hjá lestarfélagi. Félagið lagði hins vegar upp laupana ári síðar og aftur tók við fátækt og hungur. Kanadíska ríkisstjórnin úthlutaði hópnum þá landi í Manitoba en ferðinni lýkur einmitt á Íslendingadeginum sem þar er haldinn hátíðlegur. Declan O´Driscoll, skipuleggjandi ferðalagsins, segir að Íslendingar hafi verið fullir eftirvæntingar þegar þeir hafi komið til Kanada og vongóðir um að nýtt og betra líf tæki við. Þeir hafi reyndar gengið í gegnum mikla erfiðleika og baráttu og hafi þjáðst mikið og þjáningarnar hafi verið það miklar að það hafi jaðrað við heimsendi. Loks þegar þeir hafi fundið sér bólstað í Manitoba, sem þeir hafi nefnt Nýj-Ísland, hafi þeir nefnt höfuðstaðinn Gimli. Það táknaði himnaríki fyrir þá eða endanlegan hvíldarstað. Declan segir mikilvægt að saga þeirra verði sögð og það er m.a. markmið heimildarmyndar sem gerð verður um ferðalagið. Farið verði til staða sem hafi verið landnemunum mikilvægir og þeir muni heyra sögur úr munni sagnfræðinga og sagnamanna þar sem þeir sitja umhverfis varðelda. Þeir muni fræðast um það sem forfeður þeirra hafi gengið í gegnum og þegar komið verði til Gimli verði hestarnir seldir og afraksturinn renna til Snorra-áætlunarinnar. Henni sé ætlað að styrkja afkomendur Vestur-Íslendinga til þess að halda aftur til Íslands til þess að rannsaka arfleifð sína og upplifa íslenskt þjóðlíf og menningu. Declan hefur varið síðustu dögum í að þeysast manna á milli til að safna styrkjum til fararinnar og segir að ágætlega hafi gengið. Kveikjan að þessu ævintýri er sú að Declan var snjóbrettastrákur og stundaði þá iðju grimmt í hlíðum fjalls sem kennt er við jötuninn Ými. Hann segir að dag einn hafi hann litið til hins mikla Kokanee-jökuls í fjarska en þar í grenndinni sé einmanalegt fjall sem nefnist Lokafjall. Loki hafi verið gerður burtrækur úr Valhöll og frá hinum goðunum eins og þekkt sé úr sögunni um dauða Baldurs. Hann hafi leikið í leikriti byggðu á þessari sögu og hafi í kjölfarið rannsakað hvers vegna fjöllið hefðu fengið þessi nöfn. Declan segir hafa komist að því að Íslendingarnir hefðu komið til Kanada á áttunda áratug 19. aldar. Út frá þessu hafi hann fengið áhuga á að fræðast um Ísland. Declan hafði upp á elsta kortinu sem vitað er til að hafi verið gert af svæðinu. Það er frá árinu 1890. Það hefur valdið því að lagt verður upp í ferðina og sögu landnemanna minnst. Þess má geta að fyrsti pósturinn frá Íslendingunum í Kanada kom til Eyrarbakka á sínum tíma. Í ferðinni sem farin verður í sumar verður svo eitt hrossanna notað til að flytja póst til Kanada frá Eyrarbakka. Þeir sem eiga ættingja eða vini á slóðum Vestur-Íslendinga í Kanada eru því hvattir til að hafa samband við skipuleggjendur ferðinnar. Vefslóðin er thepathtogimli.com.
Fréttir Innlent Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira