Magni hættir í haust 18. febrúar 2005 00:01 "Í haust verð ég sjötugur og vil hafa einhvern tíma til að leika mér sjálfur, þannig að í október eða nóvember ætla ég að sjá hvort einhver vill kaupa búðina og halda áfram að vera jókerinn við Laugaveg," segir Magni Magnússon kaupmaður, sem hefur ákveðið að setjast í helgan stein. Magni hefur verið lengi að, rekið frímerkja- og spilabúðina Hjá Magna á Laugavegi síðan 1979 ásamt eiginkonu sinni, Steinunni Guðlaugsdóttur. Áður hafði hann rekið Frímerkjamiðstöðina að Skólavörðustíg sem var opnuð árið 1964. "Frímerki og mynt stóðu ekki undir rekstrinum og þá fór ég út í hliðargrein sem var tengd áhugamálunum líka, spil, tafl og annað, og þetta hefur þróast þannig að við erum stærst á þessu sviði," segir Magni um ástæður þess að hann leiddist út í spilabransann. Áður en Magni fór út í verslun vann hann hjá Landsbankanum og þó honum hafi líkað vel við samstarfsfólk sitt og yfirmenn ákvað hann að venda kvæði sínu í kross. "Ég bara fílaði ekki að vera þarna til lengdar og þegar mér var boðin útibússtjórastaða hafði ég vit á að stofna minn eigin spilabanka." Allar götur síðan 1979 hefur Magni verið órjúfanlegur partur af Laugaveginum og orðið nánast tákngervingur kaupmannsins. "Það þekkja mig allir hérna og ég get hvergi skandalíserað, það er mínusinn við þetta," segir hann og hlær. Þegar hann opnaði verslunina á sínum tíma gerði hann djarfa tilraun og ákvað að hafa opið á laugardögum. "Þá komu til mín tveir lögreglumenn, kurteisir og elskulegir, og sögðu að ég mætti ekki hafa opið þar sem þetta væri ekki blómabúð eða minjagripaverslun. Ég skrifaði borgarráði bréf út af þessu en hef enn ekki fengið svar. En þegar Kringlan kom mátti hafa opið allan sólarhringinn." Verslun Magna er athvarf frímerkja- og myntsafnara og Magni leggur mikla rækt við fastakúnna sína, sem eru fjölmargir. Laugardagsmorgna helgar hann söfnurum og býður upp á kaffi. Hann segir þó að nýliðunin í hópi safnara sé því miður ekki mikil. "Þetta breyttist allt þegar tölvan kom. Ef ég býð barnabörnunum mynt eða frímerki svara þau að það hafi verið að koma út nýr tölvuleikur." Magni er þó bjartsýnn á framtíð Laugavegarins og segir síðasta sumar hafa verið það besta í langan tíma. "Útlendingarnir munu alltaf koma á Laugaveginn því þeir eiga nóg af Kringlum og Smárum heima hjá sér." 40 ár eru langur tími í verslunarrekstri en Magni gefur ekki mikið fyrir það. "Ég á langt í að slá metið hans tengdapabba, Guðlaugs Pálssonar á Eyrarbakka, sem var með verslun þangað til hann var 98 ára." Hann viðurkennir þó að ferill hans sé orðinn lengri en hjá mörgum. "Galdurinn við að tóra svona lengi er að eiga góða konu sem stendur með manni, eiga skemmtilega og vinsæla búð og hafa húmor. Ef það er rólegt að gera þýðir ekkert að gráta, það verður kannski meira að gera á morgun." Fréttir Innlent Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
"Í haust verð ég sjötugur og vil hafa einhvern tíma til að leika mér sjálfur, þannig að í október eða nóvember ætla ég að sjá hvort einhver vill kaupa búðina og halda áfram að vera jókerinn við Laugaveg," segir Magni Magnússon kaupmaður, sem hefur ákveðið að setjast í helgan stein. Magni hefur verið lengi að, rekið frímerkja- og spilabúðina Hjá Magna á Laugavegi síðan 1979 ásamt eiginkonu sinni, Steinunni Guðlaugsdóttur. Áður hafði hann rekið Frímerkjamiðstöðina að Skólavörðustíg sem var opnuð árið 1964. "Frímerki og mynt stóðu ekki undir rekstrinum og þá fór ég út í hliðargrein sem var tengd áhugamálunum líka, spil, tafl og annað, og þetta hefur þróast þannig að við erum stærst á þessu sviði," segir Magni um ástæður þess að hann leiddist út í spilabransann. Áður en Magni fór út í verslun vann hann hjá Landsbankanum og þó honum hafi líkað vel við samstarfsfólk sitt og yfirmenn ákvað hann að venda kvæði sínu í kross. "Ég bara fílaði ekki að vera þarna til lengdar og þegar mér var boðin útibússtjórastaða hafði ég vit á að stofna minn eigin spilabanka." Allar götur síðan 1979 hefur Magni verið órjúfanlegur partur af Laugaveginum og orðið nánast tákngervingur kaupmannsins. "Það þekkja mig allir hérna og ég get hvergi skandalíserað, það er mínusinn við þetta," segir hann og hlær. Þegar hann opnaði verslunina á sínum tíma gerði hann djarfa tilraun og ákvað að hafa opið á laugardögum. "Þá komu til mín tveir lögreglumenn, kurteisir og elskulegir, og sögðu að ég mætti ekki hafa opið þar sem þetta væri ekki blómabúð eða minjagripaverslun. Ég skrifaði borgarráði bréf út af þessu en hef enn ekki fengið svar. En þegar Kringlan kom mátti hafa opið allan sólarhringinn." Verslun Magna er athvarf frímerkja- og myntsafnara og Magni leggur mikla rækt við fastakúnna sína, sem eru fjölmargir. Laugardagsmorgna helgar hann söfnurum og býður upp á kaffi. Hann segir þó að nýliðunin í hópi safnara sé því miður ekki mikil. "Þetta breyttist allt þegar tölvan kom. Ef ég býð barnabörnunum mynt eða frímerki svara þau að það hafi verið að koma út nýr tölvuleikur." Magni er þó bjartsýnn á framtíð Laugavegarins og segir síðasta sumar hafa verið það besta í langan tíma. "Útlendingarnir munu alltaf koma á Laugaveginn því þeir eiga nóg af Kringlum og Smárum heima hjá sér." 40 ár eru langur tími í verslunarrekstri en Magni gefur ekki mikið fyrir það. "Ég á langt í að slá metið hans tengdapabba, Guðlaugs Pálssonar á Eyrarbakka, sem var með verslun þangað til hann var 98 ára." Hann viðurkennir þó að ferill hans sé orðinn lengri en hjá mörgum. "Galdurinn við að tóra svona lengi er að eiga góða konu sem stendur með manni, eiga skemmtilega og vinsæla búð og hafa húmor. Ef það er rólegt að gera þýðir ekkert að gráta, það verður kannski meira að gera á morgun."
Fréttir Innlent Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira