bjorn.is tíu ára 18. febrúar 2005 00:01 "Ég sá það ekki fyrir fyrir áratug síðan hvað þetta yrði stórt og veit það svo sem ekki enn," segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, en á þessum degi fyrir réttum tíu árum birtist fyrsta greinin á vefsíðu hans bjorn.is sem haldið hefur verið úti allar götur síðan. Hangir enn á önglinum Árið 1995 var upplýsingabyltingin rétt að hefjast og fáir gerðu sér grein fyrir möguleikunum sem veraldarvefurinn átti eftir að bjóða upp á. Björn segir hugmyndina að vefsíðunni hafa komið frá Arnþóri Jónssyni og Gunnari Jónssyni sem stóðu að tölvufyrirtækinu Miðheimum. "Þeir hvöttu mig til að nýta þessa tækni og töldu að ef þeir fengju ritfæran og þekktan mann í lið með sér myndu fleiri fylgja í kjölfarið. Ég beit á agnið og hef hangið á þessum öngli síðan." Fjölmargir lesa heimasíðuna; á póstlistanum eru um 1200 manns og Björn segist fá fjölmargar fyrirspurnir í gegnum síðuna. "Ég man að þegar ég var að byrja á þessu gagnrýndu sumir að fólk þyrfti að hafa samband við mig í gegnum tölvu, en gæti ekki hitt mig í eigin persónu eða rætt við mig í síma. En tölvusamskiptin hafa sparað mér heilmikinn tíma og auðveldað mér samskiptin við fólk. Þetta sýnir að menn áttuðu sig ekki á að netið yrði einhver greiðasta leiðin til að hafa samband við fólk í náinni framtíð." Heimild um eigin viðhorf Björn uppfærir síðuna einu sinni í viku, yfirleitt á laugardegi eða sunnudegi og birtir pistla sína um leið og þeir hafa verið skrifaðir. "Ég hugsaði frá upphafi að ef ég ætlaði að gera þetta þannig að ég væri sáttur, krefðist það þess að ég væri alltaf með nýtt efni. Annars hættir fólk að lesa síðuna." Ráðherrann þjáist þó aldrei af ritstíflu að eigin sögn; á frekar erfitt með að stilla textanum í hóf ef eitthvað er. Björn segir einn helsta kost síðunnar þann að hún stendur sem heimild um viðhorf hans um atburði samtímans. "Þegar ég skrifa á netið tileinka ég mér beinskeyttari stíl en ég myndi gera ef ég væri til dæmis að skrifa fræðigrein. Það kemur fyrir þegar ég skoða það sem hefur verið sett á netið að ég hugsa að kannski hafi maður verið í harðari kantinum þegar viðkomandi færsla var skrifuð. En það er hluti af andrúmsloftinu sem ríkir þegar maður er að skrifa og ekki svo að skilja að ég sjái eftir því sem ég læt frá mér." Skrif Björns vekja stundum sterk viðbrögð en hann segist ekki vísvitandi reyna að stuða fólk. "Maður veit aldrei hvað á eftir að hitta einhvern fyrir. Ég er oft mest undrandi á því sjálfur að fólk taki upp einhvern ákveðinn punkt í skrifum mínum frekar en annan." Fylgist með bloggsíðum Björn hefur mikinn áhuga á fjölmiðlum og segir að þeir séu jafnan þráðurinn í skrifum hans. "Ég var blaðamaður í tólf ár; hætti í stjórnarráðinu á sínum tíma til að fara í blaðamennsku því mér finnst gaman að sýsla við þessa hluti. Ég skrifa því samfellt mjög mikið um fjölmiðla og finnst gaman að fjalla um það sem þar er sagt, sem og efnistök." Björn er ekki aðeins virkur bloggari sjálfur heldur hefur hann líka áhuga á öðrum bloggsíðum sem hafa sprottið upp eins og gorkúlur undanfarin ár. "Mér finnst áhugavert að sjá mismunandi stílbrögð. Sumir eru persónulegri en ég og fjalla mikið um sjálfa sig, en ég skrifa meira um annað fólk og skoðanir þess og reyni að halda mig við hinn opinbera vettvang." Björn segist sjálfsagt alltaf munu hafa áhuga á að halda síðunni úti þó hann myndi láta af stjórnmálastörfum, en myndi sennilega ekki kæra sig um að taka upp persónulegri stíl. "Mér finnst bara gaman að skrifa um það sem er að gerast á líðandi stundu og fæ útrás með því. Ég held að það megi segja að með þessari síðu hafi ég að vissu leyti haldið í blaðamannsstarfið." Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
"Ég sá það ekki fyrir fyrir áratug síðan hvað þetta yrði stórt og veit það svo sem ekki enn," segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, en á þessum degi fyrir réttum tíu árum birtist fyrsta greinin á vefsíðu hans bjorn.is sem haldið hefur verið úti allar götur síðan. Hangir enn á önglinum Árið 1995 var upplýsingabyltingin rétt að hefjast og fáir gerðu sér grein fyrir möguleikunum sem veraldarvefurinn átti eftir að bjóða upp á. Björn segir hugmyndina að vefsíðunni hafa komið frá Arnþóri Jónssyni og Gunnari Jónssyni sem stóðu að tölvufyrirtækinu Miðheimum. "Þeir hvöttu mig til að nýta þessa tækni og töldu að ef þeir fengju ritfæran og þekktan mann í lið með sér myndu fleiri fylgja í kjölfarið. Ég beit á agnið og hef hangið á þessum öngli síðan." Fjölmargir lesa heimasíðuna; á póstlistanum eru um 1200 manns og Björn segist fá fjölmargar fyrirspurnir í gegnum síðuna. "Ég man að þegar ég var að byrja á þessu gagnrýndu sumir að fólk þyrfti að hafa samband við mig í gegnum tölvu, en gæti ekki hitt mig í eigin persónu eða rætt við mig í síma. En tölvusamskiptin hafa sparað mér heilmikinn tíma og auðveldað mér samskiptin við fólk. Þetta sýnir að menn áttuðu sig ekki á að netið yrði einhver greiðasta leiðin til að hafa samband við fólk í náinni framtíð." Heimild um eigin viðhorf Björn uppfærir síðuna einu sinni í viku, yfirleitt á laugardegi eða sunnudegi og birtir pistla sína um leið og þeir hafa verið skrifaðir. "Ég hugsaði frá upphafi að ef ég ætlaði að gera þetta þannig að ég væri sáttur, krefðist það þess að ég væri alltaf með nýtt efni. Annars hættir fólk að lesa síðuna." Ráðherrann þjáist þó aldrei af ritstíflu að eigin sögn; á frekar erfitt með að stilla textanum í hóf ef eitthvað er. Björn segir einn helsta kost síðunnar þann að hún stendur sem heimild um viðhorf hans um atburði samtímans. "Þegar ég skrifa á netið tileinka ég mér beinskeyttari stíl en ég myndi gera ef ég væri til dæmis að skrifa fræðigrein. Það kemur fyrir þegar ég skoða það sem hefur verið sett á netið að ég hugsa að kannski hafi maður verið í harðari kantinum þegar viðkomandi færsla var skrifuð. En það er hluti af andrúmsloftinu sem ríkir þegar maður er að skrifa og ekki svo að skilja að ég sjái eftir því sem ég læt frá mér." Skrif Björns vekja stundum sterk viðbrögð en hann segist ekki vísvitandi reyna að stuða fólk. "Maður veit aldrei hvað á eftir að hitta einhvern fyrir. Ég er oft mest undrandi á því sjálfur að fólk taki upp einhvern ákveðinn punkt í skrifum mínum frekar en annan." Fylgist með bloggsíðum Björn hefur mikinn áhuga á fjölmiðlum og segir að þeir séu jafnan þráðurinn í skrifum hans. "Ég var blaðamaður í tólf ár; hætti í stjórnarráðinu á sínum tíma til að fara í blaðamennsku því mér finnst gaman að sýsla við þessa hluti. Ég skrifa því samfellt mjög mikið um fjölmiðla og finnst gaman að fjalla um það sem þar er sagt, sem og efnistök." Björn er ekki aðeins virkur bloggari sjálfur heldur hefur hann líka áhuga á öðrum bloggsíðum sem hafa sprottið upp eins og gorkúlur undanfarin ár. "Mér finnst áhugavert að sjá mismunandi stílbrögð. Sumir eru persónulegri en ég og fjalla mikið um sjálfa sig, en ég skrifa meira um annað fólk og skoðanir þess og reyni að halda mig við hinn opinbera vettvang." Björn segist sjálfsagt alltaf munu hafa áhuga á að halda síðunni úti þó hann myndi láta af stjórnmálastörfum, en myndi sennilega ekki kæra sig um að taka upp persónulegri stíl. "Mér finnst bara gaman að skrifa um það sem er að gerast á líðandi stundu og fæ útrás með því. Ég held að það megi segja að með þessari síðu hafi ég að vissu leyti haldið í blaðamannsstarfið."
Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira