Aðgerðir vegna COX-2 hemla 18. febrúar 2005 00:01 Lyfjastofnun Evrópu hefur tilkynnt aðgerðir vegna lyfjaflokksins COX-2 hemla sem eiga einnig við á Íslandi. Hér á landi eru fjögur lyf á markaði sem tilheyra þessum flokki: Arcoxia, Celebra Dynastat og Bextra samkvæmt fréttatilkynningu frá Lyfjastofnun. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu hefur farið yfir tiltæk gögn og komist að þeirri niðurstöðu að aukin hætta á hjarta- og æðaáföllum fylgir notkun allra lyfja af flokki COX-2 hemla. Samband virðist vera á milli meðferðartíma og skammtastærðar lyfjanna og hættu á aukaverkunum tengdum hjarta- og æðakerfi. Þá hafa verið gerðar öryggisráðstafanir varðandi COX-2 hemla á Evrópska efnahagssvæðinu og verða þeir ekki notaðir hjá sjúklingum með kransæðasjúkdóm eða hjá þeim sem hafa fengið heilablóðfall. Þá er bent á að læknar þurfi að sýna varúð við ávísun COX-2 hemla til sjúklinga með áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma eins og t.d. háþrýsting, hækkað kólesteról í blóði, sykursýki og reykingar. Þetta á einnig við um sjúklinga með æðakölkun í útlimum. Jafnframt skal leitast við að halda skömmtum og meðferðartíma í lágmarki. Í tilkynningunni segir enn fremur að rétt þyki að grípa til þessara aðgerða nú en endanleg niðurstaða sérfræðinganefndar Lyfjamálastofnunar Evrópu varðandi þessi lyf sé væntanleg í lok apríl 2005. Sérfræðinganefndin hafi ályktað að frekari rannsókna væri þörf til að meta öryggi lyfjaflokksins á hjarta og æðar og að ljúka bæri þeim rannsóknum sem hafnar væru. Að endingu segir: „Lyfjastofnun hvetur fólk til að hafa eftirfarandi í huga: Hætta á aukaverkunum er ekki svo mikil að það sé nauðsynlegt að stöðva lyfjameðferðina strax. Rétt er að hafa samband við lækni til að ræða hvort hætta skuli lyfjameðferðinni eða halda henni áfram. Sérstaklega er brýnt að sjúklingar sem fengið hafa hjartaáfall, heilablóðfall eða hafa aukna áhættu á að fá hjarta- og æðasjúkdóm vegna sykursýki, of mikils kólesteróls í blóði, of hás blóðþrýstingi eða reykinga ræði við lækni.“ Fréttir Innlent Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Lyfjastofnun Evrópu hefur tilkynnt aðgerðir vegna lyfjaflokksins COX-2 hemla sem eiga einnig við á Íslandi. Hér á landi eru fjögur lyf á markaði sem tilheyra þessum flokki: Arcoxia, Celebra Dynastat og Bextra samkvæmt fréttatilkynningu frá Lyfjastofnun. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu hefur farið yfir tiltæk gögn og komist að þeirri niðurstöðu að aukin hætta á hjarta- og æðaáföllum fylgir notkun allra lyfja af flokki COX-2 hemla. Samband virðist vera á milli meðferðartíma og skammtastærðar lyfjanna og hættu á aukaverkunum tengdum hjarta- og æðakerfi. Þá hafa verið gerðar öryggisráðstafanir varðandi COX-2 hemla á Evrópska efnahagssvæðinu og verða þeir ekki notaðir hjá sjúklingum með kransæðasjúkdóm eða hjá þeim sem hafa fengið heilablóðfall. Þá er bent á að læknar þurfi að sýna varúð við ávísun COX-2 hemla til sjúklinga með áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma eins og t.d. háþrýsting, hækkað kólesteról í blóði, sykursýki og reykingar. Þetta á einnig við um sjúklinga með æðakölkun í útlimum. Jafnframt skal leitast við að halda skömmtum og meðferðartíma í lágmarki. Í tilkynningunni segir enn fremur að rétt þyki að grípa til þessara aðgerða nú en endanleg niðurstaða sérfræðinganefndar Lyfjamálastofnunar Evrópu varðandi þessi lyf sé væntanleg í lok apríl 2005. Sérfræðinganefndin hafi ályktað að frekari rannsókna væri þörf til að meta öryggi lyfjaflokksins á hjarta og æðar og að ljúka bæri þeim rannsóknum sem hafnar væru. Að endingu segir: „Lyfjastofnun hvetur fólk til að hafa eftirfarandi í huga: Hætta á aukaverkunum er ekki svo mikil að það sé nauðsynlegt að stöðva lyfjameðferðina strax. Rétt er að hafa samband við lækni til að ræða hvort hætta skuli lyfjameðferðinni eða halda henni áfram. Sérstaklega er brýnt að sjúklingar sem fengið hafa hjartaáfall, heilablóðfall eða hafa aukna áhættu á að fá hjarta- og æðasjúkdóm vegna sykursýki, of mikils kólesteróls í blóði, of hás blóðþrýstingi eða reykinga ræði við lækni.“
Fréttir Innlent Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira