Viðskipti innlent

Nýtt merki fyrir framtíðina

nb.is heitir eftirleiðis Netbankinn. Bankinn kynnti í gær nýtt nafn og vörumerki og er formlegt heiti fyrirtækisins nb.is sparisjóður hf., en verður í daglegu tali Netbankinn. Slóðin er sú sama og áður: www.nb.is Ákvörðun um að nota vörumerkið Netbankinn er tekin í kjölfar víðtækar markaðsrannsóknar og stefnumótunarvinnu fyrirtækisins. Samkvæmt nýlegri könnun þá er það einnig ósk viðskiptavina að notað sé nafnið Netbankinn. Vörumerkið Netbankinn er skýrara og meira lýsandi fyrir starfsemi fyrirtækisins, hljómar betur í daglegu tali og er íslenskara. Í tilkynningu frá Netbankanum segir að helsta markmiðið með þessari breytingu sé að efla vitund fólks almennt á vörumerkinu og því sem Netbankinn hefur að bjóða. Merkið endurspegli bankaviðskipti á Netinu, þægindi, nútímann, sveigjanleika, aðgengi allan sólarhringinn og frábæra þjónustu. Þá sé markmiðið að bjóða einstaklingum upp á betri vexti með því að nota Netið í bankaviðskiptum, en jafnframt að bjóða viðskiptavinum sínum upp á faglega ráðgjöf og góða þjónustu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×