Viðskipti innlent

Hvíta húsið með 14 tilnefningar

Hvíta húsið fékk flestar tilnefningar í samkeppni um athyglisverðustu auglýsingar ársins 2004. Hvíta húsið fékk alls 14 tilnefningar. Fíton fylgir fast á eftir, fékk 12 tilnefningar og Íslenska auglýsingastofan fékk 10. Verðlaun fyrir athyglisverðustu auglýsingarnar verða afhent í Háskólabíói föstudaginn 25. febrúar á Íslenska markaðsdeginum. Alls verða veitt verðlaun í þrettán flokkum. Dómnefndir skera úr um hver hlýtur verðlaunin í tólf flokkum. Að auki verða afhent sérstök verðlaun fyrir vinsælustu auglýsinguna að mati almennings en kosning í þeim flokki stendur nú sem hæst hér á Vísi. Það eru Fréttablaðið og Vísir sem veita verðlaunin fyrir vinsælustu auglýsinguna. Það er ÍMARK, Félag íslensks markaðsfólks, í samstarfi við Samband íslenskra auglýsingastofa sem stendur fyrir samkeppninni en hún er nú haldin í 19. sinn





Fleiri fréttir

Sjá meira


×