Viðsnúningur á leigumarkaði 17. febrúar 2005 00:01 Það er af sem áður var þegar slegist var um hverja einustu leiguíbúð á höfuðborgarsvæðinu og leigutakar gátu sett upp það verð sem þeim þóknaðist. Nýir möguleikar á fasteignalánamarkaði gera það að verkum að fleiri geta keypt sér eigið húsnæði og því hefur spurn eftir leiguíbúðum minnkað. Leigjendur njóta góðs af þessu en leigusalar síður. "Markaðurinn var í algerum toppi í kringum árið 2001 en síðan þá hefur dregið úr eftirspurninni," segir Guðlaugur Örn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Leigulistans. "Við merktum greinilega breytingu þegar 100 prósent lánin komu á markaðinn en þá varð ákveðið stopp. Það er greinilegt að markaðurinn var reyna að átta sig á hlutunum, fólk virtist spyrja sig hvort það ætti að fara að leigja eða kaupa. Síðan hefur mér þótt þetta fara í nokkuð eðlilegt horf." Lausleg könnun Fréttablaðsins leiðir í ljós að endaskipti hafa orðið á hlutunum síðan 2001. Fyrstu vikurnar í janúar það ár birtust 163 smáauglýsingar í DV þar sem óskað var eftir húsnæði en aðeins var húsnæði í boði í 77 auglýsingum. Nú, fjórum árum síðar hefur þetta algerlega snúist við. Fyrstu vikur síðasta mánaðar birtust 76 smáauglýsingar í Fréttablaðinu þar sem óskað var eftir húsnæði en 174 auglýsingar um að húsnæði væri í boði. Leigjendamarkaður hefur því leyst leigusalamarkaðinn af hólmi. Litlar hækkanir Miklar verðhækkanir hafa einkennt fasteignamarkaðinn undanfarin misseri en þær virðast ekki skila sér út í leiguverðlagið. Löng hefð er fyrir að miða við að hver fermetri leiguhúsnæðis kosti þúsund krónur og sú þumalputtaregla virðist enn í gildi. "Raunverð hefur ekki hækkað, aðeins haldið í miðað við almennar verðhækkanir," segir Guðlaugur. Í svipaðan streng tekur Elís Anton Sigurðsson leigusali en hann hefur í mörg ár leigt út íbúðir. "Ég átti tveggja herbergja íbúð árið 1995 þá var leigan 35.000 krónur. Sú íbúð kostaði 4,6 milljónir þá og er á svona 11 milljónir í dag. Leiguverð í slíkri íbúð nú er um 70.000 krónur. Leigan tvöfaldast á meðan íbúðarverðið þrefaldast," segir Elís. Því má búast við að margir leigutakar sjái sér leik á borði og selji íbúðir sínar á meðan viðskipti með fasteignir eru svo mikil. Á sama tíma hefur þróunin verið sú að afborganir á húsnæðislánum eru orðnar mjög svipaðar leiguverði og því vaknar eðlilega sú spurning hjá fólki hvort ekki sé betra að kaupa. Um þetta eru þeir Guðlaugur og Elís sammála. Líflegur leigumarkaður Hvað sem þessu líður er ljóst að leigumarkaðurinn er líflegur sem aldrei fyrr. Elís auglýsti íbúð í Fréttablaðinu og viðbrögðin létu ekki á sér standa. "Það varð sprenging, tuttugu manns hringdu og vildu leigja. Ég bjóst alveg eins við því að ástandið hefði róast en ég fann góða leigjendur sem borga í samræmi við það sem ég setti upp." Minnkandi eftirspurn þýðir því ekki að þeir leigjendur sem eftir eru á markaðnum séu vafasamir fyrst þeir hafa af einhverjum ástæðum ekki keypt sér íbúð. "Ég held að það sé alltaf ákveðinn hópur sem kaupir ekki., til dæmis ungt fólk sem vill ekki skuldbindingar, er að fara að ferðast eða út í nám," segir Elís. Einn þeirra er Þóra Dögg Júlíusdóttir, 22 ára sem vinnur í tölvugeiranum. Hún auglýsti fyrir skemmtstu eftir íbúð og fékk fjögur tilboð. Þóra tók einu þeirra og flytur senn í hús í Langholtshverfinu. "Ég fékk það sem ég lagði upp með og á góðu verði, það er bara spurning um að leita og vera þolinmóður." Erfitt er að segja hvort jafnvægi kemst á leigumarkaðinn á næstu misserum eða að leigjendurnir haldi áfram að njóta góðs af ástandinu. Í það minnsta verður einhver bið á að auglýsing birtist á borð þá sem lesa mátti í DV í janúar 2001: "Hreysi óskast. Óska eftir ljótri eða illa farinni íbúð í Rvk sem er ekki manni bjóðandi til leigu eða kaups." Fréttir Innlent Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Sjá meira
Það er af sem áður var þegar slegist var um hverja einustu leiguíbúð á höfuðborgarsvæðinu og leigutakar gátu sett upp það verð sem þeim þóknaðist. Nýir möguleikar á fasteignalánamarkaði gera það að verkum að fleiri geta keypt sér eigið húsnæði og því hefur spurn eftir leiguíbúðum minnkað. Leigjendur njóta góðs af þessu en leigusalar síður. "Markaðurinn var í algerum toppi í kringum árið 2001 en síðan þá hefur dregið úr eftirspurninni," segir Guðlaugur Örn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Leigulistans. "Við merktum greinilega breytingu þegar 100 prósent lánin komu á markaðinn en þá varð ákveðið stopp. Það er greinilegt að markaðurinn var reyna að átta sig á hlutunum, fólk virtist spyrja sig hvort það ætti að fara að leigja eða kaupa. Síðan hefur mér þótt þetta fara í nokkuð eðlilegt horf." Lausleg könnun Fréttablaðsins leiðir í ljós að endaskipti hafa orðið á hlutunum síðan 2001. Fyrstu vikurnar í janúar það ár birtust 163 smáauglýsingar í DV þar sem óskað var eftir húsnæði en aðeins var húsnæði í boði í 77 auglýsingum. Nú, fjórum árum síðar hefur þetta algerlega snúist við. Fyrstu vikur síðasta mánaðar birtust 76 smáauglýsingar í Fréttablaðinu þar sem óskað var eftir húsnæði en 174 auglýsingar um að húsnæði væri í boði. Leigjendamarkaður hefur því leyst leigusalamarkaðinn af hólmi. Litlar hækkanir Miklar verðhækkanir hafa einkennt fasteignamarkaðinn undanfarin misseri en þær virðast ekki skila sér út í leiguverðlagið. Löng hefð er fyrir að miða við að hver fermetri leiguhúsnæðis kosti þúsund krónur og sú þumalputtaregla virðist enn í gildi. "Raunverð hefur ekki hækkað, aðeins haldið í miðað við almennar verðhækkanir," segir Guðlaugur. Í svipaðan streng tekur Elís Anton Sigurðsson leigusali en hann hefur í mörg ár leigt út íbúðir. "Ég átti tveggja herbergja íbúð árið 1995 þá var leigan 35.000 krónur. Sú íbúð kostaði 4,6 milljónir þá og er á svona 11 milljónir í dag. Leiguverð í slíkri íbúð nú er um 70.000 krónur. Leigan tvöfaldast á meðan íbúðarverðið þrefaldast," segir Elís. Því má búast við að margir leigutakar sjái sér leik á borði og selji íbúðir sínar á meðan viðskipti með fasteignir eru svo mikil. Á sama tíma hefur þróunin verið sú að afborganir á húsnæðislánum eru orðnar mjög svipaðar leiguverði og því vaknar eðlilega sú spurning hjá fólki hvort ekki sé betra að kaupa. Um þetta eru þeir Guðlaugur og Elís sammála. Líflegur leigumarkaður Hvað sem þessu líður er ljóst að leigumarkaðurinn er líflegur sem aldrei fyrr. Elís auglýsti íbúð í Fréttablaðinu og viðbrögðin létu ekki á sér standa. "Það varð sprenging, tuttugu manns hringdu og vildu leigja. Ég bjóst alveg eins við því að ástandið hefði róast en ég fann góða leigjendur sem borga í samræmi við það sem ég setti upp." Minnkandi eftirspurn þýðir því ekki að þeir leigjendur sem eftir eru á markaðnum séu vafasamir fyrst þeir hafa af einhverjum ástæðum ekki keypt sér íbúð. "Ég held að það sé alltaf ákveðinn hópur sem kaupir ekki., til dæmis ungt fólk sem vill ekki skuldbindingar, er að fara að ferðast eða út í nám," segir Elís. Einn þeirra er Þóra Dögg Júlíusdóttir, 22 ára sem vinnur í tölvugeiranum. Hún auglýsti fyrir skemmtstu eftir íbúð og fékk fjögur tilboð. Þóra tók einu þeirra og flytur senn í hús í Langholtshverfinu. "Ég fékk það sem ég lagði upp með og á góðu verði, það er bara spurning um að leita og vera þolinmóður." Erfitt er að segja hvort jafnvægi kemst á leigumarkaðinn á næstu misserum eða að leigjendurnir haldi áfram að njóta góðs af ástandinu. Í það minnsta verður einhver bið á að auglýsing birtist á borð þá sem lesa mátti í DV í janúar 2001: "Hreysi óskast. Óska eftir ljótri eða illa farinni íbúð í Rvk sem er ekki manni bjóðandi til leigu eða kaups."
Fréttir Innlent Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Sjá meira