Viðskipti innlent

ÍMARK dagurinn 25.febrúar

Íslenski markaðsdagurinn verður haldinn föstudaginn 25. febrúar. Dagurinn hefst með ráðstefnu í Háskólabíói kl. 9-16, Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin verða afhent kl. 17 og um kvöldið verður kvöldverður og skemmtun á Listasafni Reykjavíkur. Skipulagður árangur - markvissari markaðssetning skilar betri niðurstöðu Skipulagning markaðsmála verður æ mikilvægari hjá fyrirtækjum í harðnandi samkeppnisumhverfi. Þessi hluti markaðsstarfsins hefur ekki fengið nógu mikið vægi hjá íslenskum fyrirtækjum og með þessu þema vill Ímark stuðla að meiri fagmennsku í faginu. Hver er lykillinn að vel heppnaðri markaðssókn? Hvað ber að hafa í huga, hverjir eru helstu lykilþættir og hvað er það sem skiptir höfuðmálið við gerð markaðsáætlunar? Er fagmenskan höfðu að leiðarljósi í markaðsdeildum íslenskra fyrirtækja?  Hvernig bera stærstu fyrirtæki heims sig að? Hvað segir ein virtasta auglýsingastofa Evrópu, BBDO? Og íslensku fyrirtækin sem standa framarlega í útrásinni; Icelandair, Össur og Actavis - hvað hafa þau lært? Fyrirlesarar dagsins: Peter Van Stolk, stofnandi og forstjóri Jones Soda Co. Peter van Stolk er maðurinn á bak við Jones Soda en það er vaxandi gosdrykkjarfyrirtæki í Bandaríkjunum. Hann hefur farið óvenjulegar leiðir við dreifingu og markaðssetningu gosdrykkjanna, en fyrstu árin voru drykkir Jones Soda fáanlegir á stöðum sem sem fólk átti ekki átt von á að fá gosdrykki, í brettabúðum, tattú-stofum, snyrtistofum. Mikla athygli hefur síðan hann fengið fyrir að þá leið að fá viðskiptavini til að senda inn myndir af sjálfum sér sem síðan eru notaðir til að merkja flöskurnar, á viðráðanlegu verði – bæði fyrir Jones Soda og fyrir viðskiptavini. Þannig hefur Jones Soda náð að mynda samband við viðskiptavini sína, sem hefur leitt til að Advertising Age valdi Jones Soda eitt 100 markaðsfyrirtækja ársins 1999, jafnframt hefur Jones Soda og Peter van Stolk vakið athygli og umfjöllun í útgáfumiðlum s.s. The New York Times,  Inc. Magazine, CNN og People Magazine. Nánari upplýsingar um Peter van Stolk og Jones Soda á www.jonessoda.comGeorge Bryant, Head of Planning AMV-BBDO, London George hefur starfað við markaðslega stefnumótun og aðgerðaráðgjöf eða "Account Planning" í Bandaríkjunum og á Englandi í 14 ár. Í erindi sínu mun hann fjalla um framþróun hins mikilvæga þáttar sem "Planning" er á auglýsingastofu nútímans og framtíðarinnar, með sérstaka áherslu á hlutverk og mikilvægi ágripsins (e. brief) við sköpun framúrskarandi hugmynda. George hóf störf við "Planning" hjá Lowe Howard Spink árið 1992 og vann meðal annars fyrir Smirnoff, Stella, Heineken, Vauxhall og Weetabix. George hlaut viðurkenningu IPA fyrir störf sín fyrir First Direct og Stella. Árið 2000 hóf hann störf hjá einni frægustu auglýsingastofu Bretlands, Mother. Hjá Mother vann hann fyrir ITV Digital, Orange, Unilever og Coca Cola og átti stóran þátt í því að MOther varð fyrir valinu sem "auglýsingastofa ársins" í Bretlandi tvö ár í röð. Í október 2003, réðs George til núverandi starfa sem "Head of Planning" hjá AMV-BBDO, stærstu auglýsingastofu Bretlands og ber sem slíkur ábyrgð á aðgerðarráðgjöf fyrirtækisins til viðskiptavina eins og The Economist, BBC, ICI og Guinness. Hið virta fagtímarit Campaign útnefndi George Bryant einn af tíu bestu aðgerðaráðgjöfum ársins 2004. AMV-BBDO er samstarfsstofa Íslensku auglýsingastofunnar og kemur George Bryant hingað í samvinnu hannar og ÍMARK. Nánari upplýsingar um AMV-BBDO má finna á  www.amvbbdo.co.ukHalldór Harðarsson, markaðsstjóri Icelandair í Skandinavíu Sem markaðsstjóri í Skandinavíu ber Halldór ábyrgð á markaðssetningu á flugfélaginu og áfangastöðum þess, sölu- og markaðsmálum á vefjum Icelandair í Scandinaviu og vefumsjón á vefjum Icelandair í Evrópu. Halldór mun fjalla um mikilvægi markaðsáætlunar í starfi Icelandair í Skandinavíu þar sem vöruflokkar eru markaðssettir jafnt á þremur mörkuðum, Danmörku, Svíþjóð og í Noregi og hve mikilvægt það er að allir hafi sömu sýn og vinni að sama marki. Í harðri samkeppni hefur Icelandair náð góðum árangri, þrátt fyrir að hafa takmarkað fjármagn í samanburði við keppinauta sína. Halldór mun einnig fjalla um nýjar leiðir til markaðssetningar, birtingahús sem samstarfsaðila og framtíðarsýn fyrirtækisins. Edda Heiðrún Geirsdóttir, yfirmaður markaðssamskipta á sölu- og markaðssviði Össurar Edda hefur starfað að sölu- og markaðsmálum hjá Össuri í átta ár þar af tvö ár sem markaðsstjóri Össur Europe í Hollandi. Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir, deildarstjóri á Þróunarsviði Össurar Kristbjörg er hagfræðingur að mennt með MSc í stjórnun frá HÍ. Hún hefur starfað hjá Össuri í fjögur ár við vörustjórnun og stefnumótun. Þær Edda Heiðrún og Kristbjörg Edda munu fjalla um ferlið frá hugmynd að vöru til markaðssetningar á alþjóðavísu. Framsækin vöruþróun og krafa um að koma vörum hratt og örugglega á markað kallar á skipulagt þróunar- sölu- og markaðsferli. Í hönnunarferlinu sem Össur hf. notast við í vöruþróunarstarfi eru markaðsáætlanir og skilaboð samtvinnuð frá byrjun. Í hádegishlé ráðstefnunnar mun Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs, sala til þriðja aðila vera með kynningu á markaðsstarfi Actavis, en eins og kunnugt er var Actavis valið Markaðsfyrirtæki ársins 2004. Ráðstefnustjóri er Þóranna Jónsdóttir, lektor í Markaðsfræði í Háskólanum í Reykjavík.Skráning á ráðstefnu Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin verða afhent í Háskólabíói, stóra sal kl. 17.00. Þátttökuggjald: Allur dagurinn. Innifalið er hádegisverður, kaffiveitingar, fundargögn, miði á afhendingu verðlauna fyrir Lúðurinn 2005, miði á Lúðrahátíð á Listasafni Reykjavíkur 3 rétta máltíð og fordrykkur að ógleymdri tösku með ýmsum glaðningi til ráðstefnugesta Verð: 29.800 kr. Fyrir ÍMARK félaga en 37.300 fyrir aðra. Ráðstefna í Háskólabíói eingöngu. Verð:  22.900 kr. Fyrir ÍMARK félaga en 30.400 fyrir aðra. Lúðrahátíð á Listasafni Reykjavíkur Verð: 6.900 kr. Þriggja rétta máltíð ásamt fordrykk. Miðasala í forsölu á skrifstofu ÍMARK. Síðumúla 1, 2. hæð. Athugið að léttvín með matnum verður selt fyrirfram, verð pr. vínflösku er 2.900 kr. Sætafjöldi er takmarkaður, tilkynnið þátttöku sem fyrst.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×