Konur auka hagnað fyrirtækja 17. febrúar 2005 00:01 Konur og rekstur - Ásta Möller "Fleiri konur í stjórnum fyrirtækja ætti ekki að vera hluti af pólitískri rétthugsun heldur er það nauðsynleg ráðstöfun til að auka hagnað fyrirtækja." Þessi setning er höfð eftir Eivind Reiten, forstjóra Norsk Hydro, á blaðamannafundi í Osló sl. haust þegar rætt var um hlut kvenna í stjórnun fyrirtækja. Jafnframt bætti hann við að fyrirtækin þyrftu á starfsmönnum að halda með ólíkan bakgrunn og þekkingu. Ýmsar rannsóknir benda til þess að fjölbreytni í samsetningu æðstu stjórnenda fyrirtækja, þar á meðal aukið hlutfall kvenna, bæti stjórnunarhætti og árangur þeirra. Árangur fyrirtækja á markaði er m.a. mældur í hagnaði og markaðshlutdeild. Með hliðsjón af orðum framangreinds forstjóra og niðurstöðum rannsókna ætti íslenskum fyrirtækjum ekki að vera skotaskuld úr því að verða við áskorunum kvenna í atvinnulífinu að auka hlut þeirra í stjórnum fyrirtækja og lífeyrissjóða. Því hefur verið haldið fram að íslenskar konur séu vel menntaðar, sterkar og framtakssamar. Við höfum státað okkur af því að vera fremst meðal þjóða í ýmsum þáttum jafnréttismála eins og t.d. að fleiri konur en karlar eru í háskólanámi; hvergi er hærra hlutfall kvenna á vinnumarkaði; við kusum fyrstu konuna til forseta í lýðræðislegum kosningum og við erum fremst meðal þjóða þegar réttur karla til fæðingarorlofs er annars vegar. Á hinn bóginn stöndum við eins og skussar meðal vestrænna þjóða þegar staða kvenna í atvinnulífinu er skoðuð. Það eru 15 konur af 246 stjórnarmönnum í 50 stærstu hlutafélögum landsins (6%); 7 konur af 68 stjórnarmönnum í 10 stærstu lífeyrissjóðum landsins (10%) og af þeim er ein kona formaður stjórnar. Í stjórnum aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins eru konur einungis 5 af 69 stjórnarmönnum eða 7%. Konur eru framkvæmdastjórar í 18% fyrirtækja í hlutafélagaskrá, en í 300 stærstu fyrirtækjum landsins eru níu konur forstjórar, sem samsvarar þremur prósentum. Hvers vegna hefur íslenskt atvinnulíf ekki nýtt þekkingu og reynslu kvenna í stjórnum fyrirtækja í meira mæli, ef það beinlínis bætir hag fyrirtækisins? Við því er ekkert einhlítt svar og skýringa sjálfsagt að leita á ýmsum sviðum. Við hljótum hins vegar að lofa áskorun kvenna í atvinnulífinu sem var sett fram af látleysi og með hárréttri tímasetningu, með hliðsjón af því að aðalfundir og kosningar í stjórnir hlutafélaga og lífeyrissjóða eru framundan. Nú er að sjá hvort fyrirtækin og lífeyrissjóðirnir í landinu reki af sér slyðruorðið og fjölgi konum í æðstu stjórnum þeirra. Þegar haft er í huga fullyrðing forstjóra Norsk Hydro og niðurstöður fjölmargra erlendra rannsókna um að konur í stjórnum fyrirtækja auki hagnað þeirra, verður ekki séð að íslensk fyrirtæki, sem mörg eru í fararbroddi erlendrar framrásar, komist hjá því að verða við áskoruninni. Gagnvart hagsmunum hluthafa fyrirtækja og umbjóðenda lífeyrissjóða er önnur niðurstaða ekki réttlætanleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Konur og rekstur - Ásta Möller "Fleiri konur í stjórnum fyrirtækja ætti ekki að vera hluti af pólitískri rétthugsun heldur er það nauðsynleg ráðstöfun til að auka hagnað fyrirtækja." Þessi setning er höfð eftir Eivind Reiten, forstjóra Norsk Hydro, á blaðamannafundi í Osló sl. haust þegar rætt var um hlut kvenna í stjórnun fyrirtækja. Jafnframt bætti hann við að fyrirtækin þyrftu á starfsmönnum að halda með ólíkan bakgrunn og þekkingu. Ýmsar rannsóknir benda til þess að fjölbreytni í samsetningu æðstu stjórnenda fyrirtækja, þar á meðal aukið hlutfall kvenna, bæti stjórnunarhætti og árangur þeirra. Árangur fyrirtækja á markaði er m.a. mældur í hagnaði og markaðshlutdeild. Með hliðsjón af orðum framangreinds forstjóra og niðurstöðum rannsókna ætti íslenskum fyrirtækjum ekki að vera skotaskuld úr því að verða við áskorunum kvenna í atvinnulífinu að auka hlut þeirra í stjórnum fyrirtækja og lífeyrissjóða. Því hefur verið haldið fram að íslenskar konur séu vel menntaðar, sterkar og framtakssamar. Við höfum státað okkur af því að vera fremst meðal þjóða í ýmsum þáttum jafnréttismála eins og t.d. að fleiri konur en karlar eru í háskólanámi; hvergi er hærra hlutfall kvenna á vinnumarkaði; við kusum fyrstu konuna til forseta í lýðræðislegum kosningum og við erum fremst meðal þjóða þegar réttur karla til fæðingarorlofs er annars vegar. Á hinn bóginn stöndum við eins og skussar meðal vestrænna þjóða þegar staða kvenna í atvinnulífinu er skoðuð. Það eru 15 konur af 246 stjórnarmönnum í 50 stærstu hlutafélögum landsins (6%); 7 konur af 68 stjórnarmönnum í 10 stærstu lífeyrissjóðum landsins (10%) og af þeim er ein kona formaður stjórnar. Í stjórnum aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins eru konur einungis 5 af 69 stjórnarmönnum eða 7%. Konur eru framkvæmdastjórar í 18% fyrirtækja í hlutafélagaskrá, en í 300 stærstu fyrirtækjum landsins eru níu konur forstjórar, sem samsvarar þremur prósentum. Hvers vegna hefur íslenskt atvinnulíf ekki nýtt þekkingu og reynslu kvenna í stjórnum fyrirtækja í meira mæli, ef það beinlínis bætir hag fyrirtækisins? Við því er ekkert einhlítt svar og skýringa sjálfsagt að leita á ýmsum sviðum. Við hljótum hins vegar að lofa áskorun kvenna í atvinnulífinu sem var sett fram af látleysi og með hárréttri tímasetningu, með hliðsjón af því að aðalfundir og kosningar í stjórnir hlutafélaga og lífeyrissjóða eru framundan. Nú er að sjá hvort fyrirtækin og lífeyrissjóðirnir í landinu reki af sér slyðruorðið og fjölgi konum í æðstu stjórnum þeirra. Þegar haft er í huga fullyrðing forstjóra Norsk Hydro og niðurstöður fjölmargra erlendra rannsókna um að konur í stjórnum fyrirtækja auki hagnað þeirra, verður ekki séð að íslensk fyrirtæki, sem mörg eru í fararbroddi erlendrar framrásar, komist hjá því að verða við áskoruninni. Gagnvart hagsmunum hluthafa fyrirtækja og umbjóðenda lífeyrissjóða er önnur niðurstaða ekki réttlætanleg.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar