Konur auka hagnað fyrirtækja 17. febrúar 2005 00:01 Konur og rekstur - Ásta Möller "Fleiri konur í stjórnum fyrirtækja ætti ekki að vera hluti af pólitískri rétthugsun heldur er það nauðsynleg ráðstöfun til að auka hagnað fyrirtækja." Þessi setning er höfð eftir Eivind Reiten, forstjóra Norsk Hydro, á blaðamannafundi í Osló sl. haust þegar rætt var um hlut kvenna í stjórnun fyrirtækja. Jafnframt bætti hann við að fyrirtækin þyrftu á starfsmönnum að halda með ólíkan bakgrunn og þekkingu. Ýmsar rannsóknir benda til þess að fjölbreytni í samsetningu æðstu stjórnenda fyrirtækja, þar á meðal aukið hlutfall kvenna, bæti stjórnunarhætti og árangur þeirra. Árangur fyrirtækja á markaði er m.a. mældur í hagnaði og markaðshlutdeild. Með hliðsjón af orðum framangreinds forstjóra og niðurstöðum rannsókna ætti íslenskum fyrirtækjum ekki að vera skotaskuld úr því að verða við áskorunum kvenna í atvinnulífinu að auka hlut þeirra í stjórnum fyrirtækja og lífeyrissjóða. Því hefur verið haldið fram að íslenskar konur séu vel menntaðar, sterkar og framtakssamar. Við höfum státað okkur af því að vera fremst meðal þjóða í ýmsum þáttum jafnréttismála eins og t.d. að fleiri konur en karlar eru í háskólanámi; hvergi er hærra hlutfall kvenna á vinnumarkaði; við kusum fyrstu konuna til forseta í lýðræðislegum kosningum og við erum fremst meðal þjóða þegar réttur karla til fæðingarorlofs er annars vegar. Á hinn bóginn stöndum við eins og skussar meðal vestrænna þjóða þegar staða kvenna í atvinnulífinu er skoðuð. Það eru 15 konur af 246 stjórnarmönnum í 50 stærstu hlutafélögum landsins (6%); 7 konur af 68 stjórnarmönnum í 10 stærstu lífeyrissjóðum landsins (10%) og af þeim er ein kona formaður stjórnar. Í stjórnum aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins eru konur einungis 5 af 69 stjórnarmönnum eða 7%. Konur eru framkvæmdastjórar í 18% fyrirtækja í hlutafélagaskrá, en í 300 stærstu fyrirtækjum landsins eru níu konur forstjórar, sem samsvarar þremur prósentum. Hvers vegna hefur íslenskt atvinnulíf ekki nýtt þekkingu og reynslu kvenna í stjórnum fyrirtækja í meira mæli, ef það beinlínis bætir hag fyrirtækisins? Við því er ekkert einhlítt svar og skýringa sjálfsagt að leita á ýmsum sviðum. Við hljótum hins vegar að lofa áskorun kvenna í atvinnulífinu sem var sett fram af látleysi og með hárréttri tímasetningu, með hliðsjón af því að aðalfundir og kosningar í stjórnir hlutafélaga og lífeyrissjóða eru framundan. Nú er að sjá hvort fyrirtækin og lífeyrissjóðirnir í landinu reki af sér slyðruorðið og fjölgi konum í æðstu stjórnum þeirra. Þegar haft er í huga fullyrðing forstjóra Norsk Hydro og niðurstöður fjölmargra erlendra rannsókna um að konur í stjórnum fyrirtækja auki hagnað þeirra, verður ekki séð að íslensk fyrirtæki, sem mörg eru í fararbroddi erlendrar framrásar, komist hjá því að verða við áskoruninni. Gagnvart hagsmunum hluthafa fyrirtækja og umbjóðenda lífeyrissjóða er önnur niðurstaða ekki réttlætanleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Konur og rekstur - Ásta Möller "Fleiri konur í stjórnum fyrirtækja ætti ekki að vera hluti af pólitískri rétthugsun heldur er það nauðsynleg ráðstöfun til að auka hagnað fyrirtækja." Þessi setning er höfð eftir Eivind Reiten, forstjóra Norsk Hydro, á blaðamannafundi í Osló sl. haust þegar rætt var um hlut kvenna í stjórnun fyrirtækja. Jafnframt bætti hann við að fyrirtækin þyrftu á starfsmönnum að halda með ólíkan bakgrunn og þekkingu. Ýmsar rannsóknir benda til þess að fjölbreytni í samsetningu æðstu stjórnenda fyrirtækja, þar á meðal aukið hlutfall kvenna, bæti stjórnunarhætti og árangur þeirra. Árangur fyrirtækja á markaði er m.a. mældur í hagnaði og markaðshlutdeild. Með hliðsjón af orðum framangreinds forstjóra og niðurstöðum rannsókna ætti íslenskum fyrirtækjum ekki að vera skotaskuld úr því að verða við áskorunum kvenna í atvinnulífinu að auka hlut þeirra í stjórnum fyrirtækja og lífeyrissjóða. Því hefur verið haldið fram að íslenskar konur séu vel menntaðar, sterkar og framtakssamar. Við höfum státað okkur af því að vera fremst meðal þjóða í ýmsum þáttum jafnréttismála eins og t.d. að fleiri konur en karlar eru í háskólanámi; hvergi er hærra hlutfall kvenna á vinnumarkaði; við kusum fyrstu konuna til forseta í lýðræðislegum kosningum og við erum fremst meðal þjóða þegar réttur karla til fæðingarorlofs er annars vegar. Á hinn bóginn stöndum við eins og skussar meðal vestrænna þjóða þegar staða kvenna í atvinnulífinu er skoðuð. Það eru 15 konur af 246 stjórnarmönnum í 50 stærstu hlutafélögum landsins (6%); 7 konur af 68 stjórnarmönnum í 10 stærstu lífeyrissjóðum landsins (10%) og af þeim er ein kona formaður stjórnar. Í stjórnum aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins eru konur einungis 5 af 69 stjórnarmönnum eða 7%. Konur eru framkvæmdastjórar í 18% fyrirtækja í hlutafélagaskrá, en í 300 stærstu fyrirtækjum landsins eru níu konur forstjórar, sem samsvarar þremur prósentum. Hvers vegna hefur íslenskt atvinnulíf ekki nýtt þekkingu og reynslu kvenna í stjórnum fyrirtækja í meira mæli, ef það beinlínis bætir hag fyrirtækisins? Við því er ekkert einhlítt svar og skýringa sjálfsagt að leita á ýmsum sviðum. Við hljótum hins vegar að lofa áskorun kvenna í atvinnulífinu sem var sett fram af látleysi og með hárréttri tímasetningu, með hliðsjón af því að aðalfundir og kosningar í stjórnir hlutafélaga og lífeyrissjóða eru framundan. Nú er að sjá hvort fyrirtækin og lífeyrissjóðirnir í landinu reki af sér slyðruorðið og fjölgi konum í æðstu stjórnum þeirra. Þegar haft er í huga fullyrðing forstjóra Norsk Hydro og niðurstöður fjölmargra erlendra rannsókna um að konur í stjórnum fyrirtækja auki hagnað þeirra, verður ekki séð að íslensk fyrirtæki, sem mörg eru í fararbroddi erlendrar framrásar, komist hjá því að verða við áskoruninni. Gagnvart hagsmunum hluthafa fyrirtækja og umbjóðenda lífeyrissjóða er önnur niðurstaða ekki réttlætanleg.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun