Innlent

Holræsin fóðruð

Unnið er að fóðrun holræsa í hverfum miðbæjar Reykjavíkur. Fóðrunin lengir endingu þeirra um áratugi. Guðbjartur Sigfússon, yfirverkfræðingur hjá gatnamálastjóra, segir framkvæmdirnar kosta á annað hundrað milljóna króna á ári: "Holræsin eru hreinsuð og þrifin og í þau sett trefjasokkur sem er hertur með ákveðnum aðferðum. Þar með fæst endurnýjað yfirborð á holræsunum." Guðbjartur segir að unnið verði við endurnýjunina næstu tvö ár samkvæmt útboði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×