Innlent

Nýbyggingarnar falli að umhverfinu

Þróunarfélag miðborgarinnar fagnar því að lokið sé við deiliskipulag Laugavegar svo að hefjast megi handa við uppbyggingu götunnar. Í ályktun sem samþykkt var á stjórnarfundi félagsins í dag segir að verslunarrekstur hafi verið afar erfiður í mörgum þeirra gömlu húsa sem standa við götuna og fjarlægð verða og oft vandfundið húsnæði sem stenst þær kröfur sem gerðar séu til nútíma verslana og annarra þjónustufyrirtækja. Samtökin leggja ennfremur áherslu á að mikil áhersla verði lögð á að þær nýbyggingar sem rísi í stað eldri húsa við Laugaveg á næstunni verði vel hannaðar og falli sem best að umhverfi sínu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×