Innlent

Gefur Magasin falleinkunn

Jóhannes Jónsson í Bónus gefur þjónustunni í Magasin du Nord, sem Baugur keypti nýverið, falleinkun í viðtali við Jótlandspóstinn í gær. Þar lýsir Jóhannes því að hann hafi verið staddur í Kaupmannahöfn og vantað ný föt, og auðvitað farið í Magasin. Þar kom hann inn í karlmannafatadeildina rétt upp úr hálf tíu á morgni og bjóst við góðri þjónustu, enda utan háannatíma, en annað hafi orðið uppi á teningnum. Hann hafi gengið þar um lengi án þess að neinn yrti á sig. Hann segist hafa orðið svekktur og bætti því við að það væri alveg sama hvernig sjoppu maður keypti, hún væri einskis virði ef viðskiptavinirnir væru ekki ánægðir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×